Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Hvað ætti ég að vita um kynferðisleg smáskilaboð?

Hvað ætti ég að vita um kynferðisleg smáskilaboð?

 Hvað eru kynferðisleg smáskilaboð?

 Þegar talað er um kynferðisleg smáskilaboð er átt við að senda ljósmyndir, myndskeið eða textaskilaboð af kynferðislegu tagi með farsíma. „Fólk virðist vera farið að líta á þetta sem eðlilegan þátt í tjáskiptum,“ segir maður nokkur. „Það sendir textaskilaboð fram og til baka og fljótlega er það farið að skiptast á djörfum myndum.“

 Hvers vegna stundar fólk þetta? Sumir unglingar líta á það „að hafa nektarmynd af kærastanum eða kærustunni í farsímanum sem auglýsingu um að maður sé kynferðislega virkur“. Þetta segir reyndur saksóknari í dagblaðinu The New York Times. Unglingsstelpa kallar þetta meira að segja leið til að stunda „öruggt kynlíf“. Hún bendir á að það sé engin hætta á að verða ófrísk né smitast af kynsjúkdómum.

 Aðrar ástæður fyrir því að unglingar senda kynferðisleg smáskilaboð geta verið þessar:

  •   Til að daðra við einhvern sem þeir vonast til að byrja með.

  •   Einhver hefur sent þeim kynæsandi myndir og þeim finnst þeir þurfa að „endurgjalda greiðann“.

 Hverjar eru afleiðingarnar af því að senda kynferðisleg smáskilaboð?

 Þegar þú ert búinn að senda mynd með farsímanum áttu myndina ekki lengur og getur ekki stjórnað því hvernig hún verður notuð eða hvaða áhrif hún hefur á mannorð þitt. „Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að dreifa mistökum og glappaskotum og vista þau þar sem aðrir geta séð þau,“ segir Amanda Lenhart, sérfræðingur og höfundur könnunar sem gerð var á vegum Pew Research Center um kynferðisleg smáskilaboð.

 Það hefur komið fyrir að ...

  •    þeir sem hafa fengið senda nektarmynd hafa sent hana áfram til margra vina sinna þeim til skemmtunar.

  •    strákar hafa dreift nektarmyndum af fyrrverandi kærustu sinni til að ná sér niðri á henni eftir að hafa verið sagt upp.

 VISSIR ÞÚ? Í sumum tilfellum hefur verið litið á það sem misnotkun á börnum eða sem dreifingu barnakláms að senda öðrum nektarmyndir. Sumir unglingar undir lögaldri, sem hafa gert þetta, hafa jafnvel verið ákærðir fyrir kynferðisbrot.

 Hvað segir Biblían?

 Samkvæmt Biblíunni á kynlíf innan hjónabands rétt á sér. (Orðskviðirnir 5:18) En afstaða hennar til kynlífs milli ógiftra einstaklinga er mjög skýr. Lestu eftirfarandi biblíuvers:

  •   „Frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á nafn meðal ykkar ... Ekki heldur svívirðilegt hjal eða ósæmandi spé.“ – Efesusbréfið 5:3, 4.

  •   „Deyðið ... hið jarðbundna í fari ykkar: hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágirnd.“ – Kólossubréfið 3:5.

 Með „frillulífi“ er átt við kynferðisleg samband utan hjónabands. En í þessu versi er einnig varað við ,óhreinleika‘ og „losta“. Fyrra orðið lýsir hvers kyns óhreinleika af siðferðilegu tagi en hið síðara ástríðu sem getur auðveldlega leitt til rangrar hegðunar.

 Spyrðu þig:

  •   Af hverju telst það til ,óhreinleika‘ að senda nektarmyndir með farsíma?

  •   Hvernig kyndir það undir „losta“?

  •   Hvers vegna er löngunin til að skoða og dreifa nektarmyndum skaðleg?

 Eftirfarandi biblíuvers benda jafnvel á enn betri ástæðu til að forðast kynferðisleg smáskilaboð.

 Þessi vers lýsa því hvernig siðferðilegur hreinleiki hefur jákvæð áhrif á okkur. Þegar þú hegðar þér sómasamlega þarftu ekki að óttast þau neikvæðu áhrif sem röng breytni hefur í för með sér. – Galatabréfið 6:7.

 Spyrðu þig:

  •   Hvaða mann hef ég að geyma?

  •   Er mér annt um mannorð annarra?

  •   Hef ég gaman af skemmtun sem særir aðra?

  •   Hvernig getur það haft áhrif á mannorð mitt að senda kynferðisleg smáskilaboð?

  •   Af hverju getur það brotið niður traust foreldra minna til mín ef ég sendi kynferðisleg smáskilaboð?

 REYNSLUSAGA. „Vinkona mín hélt því leyndu að hún ætti kærasta. Einu sinni sendi hún nektarmynd af sjálfri sér til hans og hann sendi eina af sér til baka. Tæpum tveim sólarhringum seinna ákvað pabbi hennar að kíkja á símann hennar. Þegar hann sá skilaboðin var hann niðurbrotinn. Hann talaði við hana og hún viðurkenndi allt. Ég veit að hún sér eftir þessu en þetta fékk mikið á foreldra hennar og kom þeim alveg úr jafnvægi. Þau eru ekki einu sinni viss um að þau geti treyst henni lengur.“

 Einföld staðreynd: Kynferðisleg smáskilaboð niðurlægja bæði þann sem sendir þau og tekur við þeim. „Þegar ég geri þetta verð ég svo vonsvikin og hneyksluð á sjálfri mér,“ segir unglingsstúlka sem varð fyrir þrýstingi frá kærastanum til að senda sér kynferðisleg smáskilaboð.

 Að senda kynferðisleg smáskilaboð getur haft neikvæð áhrif á þig og aðra og verið refsivert athæfi. Þú ættir því að fylgja eftirfarandi ráðum Biblíunnar:

 Hvað myndir þú gera?

 Hvernig myndirðu nota ráð Biblíunnar við þessar aðstæður? Lestu það sem Janet segir og veldu síðan það sem þú telur að best sé að gera.

 „Ég hitti einu sinni strák og við skiptumst á símanúmerum. Það var ekki liðin vika þegar hann var farinn að biðja mig um að senda sér myndir af mér í bikiní.“ – Janet.

 Hvað finnst þér að Janet hefði átt að gera? Hvað myndir þú gera?

  •  A. Þú gætir hugsað: „Það er ekkert rangt við þetta. Hann gæti hvort sem er séð mig í sundfötum ef við færum í sund saman.“

  •  B. Þú gætir hugsað: „Ég veit ekki hvað honum gengur til. Ég sendi honum mynd sem sýnir ekki eins mikið og sjáum svo hvað gerist.“

  •  C. Þú gætir hugsað: „Þessi strákur hugsar bara um eitt. Ég ætla að eyða skilaboðunum.“

 Finnst þér ekki svar C vera besti valkosturinn? Biblían segir í þessu sambandi: „Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en einfeldningarnir halda áfram og gjalda þess.“ – Orðskviðirnir 22:3.

 Þessi æfing leiðir í ljós hvað það er sem oft veldur því að ungt fólk fer að senda kynferðisleg smáskilaboð eða stunda aðra ranga hegðun: Vandarðu val þitt á vinum þínum? (Orðskviðirnir 13:20) „Þú ættir að umgangast þá sem þú veist að umbera ekki óviðeigandi hegðun,“ segir ung kona sem heitir Sarah. Önnur ung kona, Delia að nafni, er sammála þessu. Hún segir: „Sumir svokallaðir vinir reyna að fá þig til að brjóta siðferðisstaðla þína frekar en að hvetja þig til að halda þér við þá. Ef þessir vinir virða ekki lög Guðs eru þeir í raun að hvetja þig til að brjóta gegn samvisku þinni. Viltu það?“