Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Hvers vegna ætti ég að láta mér semja við systkini mín?

Hvers vegna ætti ég að láta mér semja við systkini mín?

 ,Bestu vinir – mestu óvinir‘

 Systkini eru gjarnan bæði ,bestu vinir‘ þínir og ,mestu óvinir‘ þínir. Þér þykir vænt um þau og þeim þykir vænt um þig, en stundum kemur ykkur alls ekki saman. „Yngri bróðir minn fer í taugarnar á mér“, segir Helena 18 ára. „Hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera til að reita mig til reiði.“

 Stundum er hægt að leysa ágreining milli systkina með því einfaldlega að tala saman og fara sáttaleiðina. Tökum dæmi:

  •   Tveir bræður sem deila herbergi gætu rifist út af þörf á næði. Hvað er til ráða? Æfið ykkur að gera málamiðlun og gefið hvor öðrum svigrúm. Farið eftir meginreglu Biblíunnar í Lúkasi 6:31.

  •   Tvær systur ,fá lánuð‘ föt hjá hvor annarri án þess að spyrja um leyfi. Hvað er til ráða? Ræðið málin og setjið sanngjörn mörk. Farið eftir meginreglu Biblíunnar í 2. Tímóteusarbréfi 2:24.

 Stundum er ágreiningur milli systkina af alvarlegra tagi sem getur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Hugleiddu tvö dæmi sem er sagt frá í Biblíunni:

  •   Mirjam og Aron voru afbrýðisöm út í Móse bróður sinn. Það endaði hörmulega. Lestu frásöguna í 4. Mósebók 12:1-15. Spyrðu síðan sjálfan þig hvernig þú getir forðast að vera afbrýðisamur út í systkini þitt.

  •   Reiði Kains magnaðist að því marki að hann drap Abel bróður sinn. Lestu frásöguna í 1. Mósebók 4:1-12. Spyrðu síðan sjálfan þig hvernig þú getir haft stjórn á reiðinni í samskiptum við bróður þinn eða systur.

 Tvær ástæður til að semja frið

 Sama hversu erfitt þér finnst að lynda við systkini þín er tvennt sem gerir það þess virði að leggja það á sig.

  1.   Það er merki um þroska. „Ég hafði litla þolinmæði gagnvart tveimur yngri systrum mínum“, segir ungur maður sem heitir Alex. „Núna er ég miklu rólegri og þolinmóðari við þær. Það má segja að ég hafi fullorðnast.

     Í Biblíunni segir: „Sá sem er seinn til reiði er skynsamur en hinn bráðláti setur heimskuna í hásæti.“ – Orðskviðirnir 14:29.

  2.   Það er góð æfing fyrir framtíðina. Ef þú þolir ekki ófullkomleika systkina þinna, hvernig heldurðu að þér gangi í samskiptum við maka, vinnufélaga, vinnuveitanda eða aðra sem þú þarft að hafa samskipti við?

     Staðreynd lífsins: Í framtíðinni velta samskipti þín við aðra á því hvernig þér gengur að lynda við fólk og komast að samkomulagi. Bestu aðstæðurnar til að þroska með sér slíka eiginleika eru í fjölskyldunni.

     Í Biblíunni segir: „Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á ykkar valdi.“ – Rómverjabréfið 12:18.

 Vantar þig hjálp við að leysa ágreining við systkini? Þá skaltu lesa „Það sem jafnaldrarnir segja“. Síðan skaltu skoða verkefnið sem fylgir, „Að halda friðinn við systkini sín“.