Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Ættum við að hætta saman? (2. hluti)

Ættum við að hætta saman? (2. hluti)

 Hvernig ættirðu að fara að því að slíta sambandinu? Í fyrsta lagi skaltu velja heppilegar aðstæður til að ræða málin. Hverjar gætu þær verið?

 Veltu fyrir þér hvernig þú myndir vilja að komið væri fram við þig. (Matteus 7:12) Myndirðu vilja fá fréttirnar fyrir framan aðra? Líklega ekki.

 Það væri ekki heppilegt að slíta sambandinu með SMS-skilaboðum, tölvupósti eða með því að tala inn á símsvara eða talhólf nema það sé óhjákvæmilegt vegna aðstæðna. Veldu frekar stað og stund sem gerir ykkur mögulegt að ræða saman um þetta alvarlega mál.

 Hvað ættirðu svo að segja? Páll postuli hvatti kristna menn til að ,tala sannleika‘ hver við annan. – Efesusbréfið 4:25.

 Það er best að vera nærgætinn en samt ákveðinn. Segðu skýrt hvers vegna þér finnst þetta samband ekki ganga upp fyrir þig.

 Það er alger óþarfi að telja upp langan lista af göllum sem hinn hefur eða láta rigna yfir hann gagnrýni. Í stað þess að segja „þú gerir aldrei þetta eða „þú ert alltaf svo ...“ væri betra að tala um hvernig þér líður – „ég þarf á einhverjum að halda sem ...“ eða „mér finnst að við ættum að hætta saman vegna þess að ...“

 Þetta er ekki rétti tíminn til að vera óákveðinn eða leyfa hinum aðilanum að breyta skoðun þinni. Mundu að það eru alvarlegar ástæður fyrir því að þú vilt slíta sambandinu. Vertu því á verði ef kærasti þinn eða kærasta reynir að fá þig til að skipta um skoðun með lúmskum aðferðum. Ung kona að nafni Lori segir: „Eftir að ég sleit sambandinu við kærastann lét hann alltaf eins og hann væri mjög niðurdreginn. Ég held að hann hafi gert þetta til að ég vorkenndi honum. Og mér leið illa út af þessu. En ég lét hegðun hans ekki fá mig til að skipta um skoðun.“ Þú verður, líkt og Lori, að vita hvað þú vilt og halda þér við ákvörðun þína. Láttu nei þitt vera nei. – Jakobsbréfið 5:12.