Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Af hverju ætti ég að sækja samkomur í ríkissalnum?

Af hverju ætti ég að sækja samkomur í ríkissalnum?

 Tvisvar í viku halda Vottar Jehóva samkomur á tilbeiðslustöðum sínum sem kallast ríkissalir. Hvernig fara samkomurnar fram og hvernig getur þú notið góðs af því að mæta?

 Hvað er um að vera í ríkissölum?

 Ríkissalir eru kennslumiðstöðvar sem leggja áherslu á hagnýta biblíufræðslu. Samkomurnar sem eru haldnar þar geta hjálpað þér að ...

  •   kynnast sannleikanum um Guð.

  •   skilja merkingu atburða sem eiga sér stað núna.

  •   verða betri manneskja.

  •   eignast bestu vini sem hugsast getur.

 Vissir þú? Samkomustaðir votta Jehóva kallast ríkissalir vegna þess að ríki Guðs er aðalumræðuefnið þar. – Matteus 6:9, 10; 24:14; Lúkas 4:43.

 Af hverju ættirðu að mæta?

 Fræðslan gagnast þér. Meginreglur Biblíunnar sem rætt er um á samkomum Votta Jehóva hjálpa þér að ‚afla þér visku‘. (Orðskviðirnir 4:5) Það þýðir að Biblían getur í raun hjálpað þér að taka góðar ákvarðanir. Hún getur líka hjálpað þér að fá svör við stóru spurningunum í lífinu. Meðal annars:

 Eftirfarandi eru aðeins nokkrir titlar þeirra fyrirlestra sem eru fluttir á samkomum okkar um helgar:

  •   Hvers vegna ættum við að láta Biblíuna vísa okkur veginn?

  •   Hvar er hjálp að finna á erfiðleikatímum?

  •   Það sem Guðsríki gerir fyrir okkur núna.

  •   Umheimurinn ber vitni um tilvist Guðs.

 „Bekkjarfélagi minn kom á eina samkomu. Hann sat hjá okkur fjölskyldunni og við leyfðum honum að fylgjast með í bókunum okkar. Eftir samkomuna sagðist hann hafa verið mjög hrifinn af athugasemdum fólks í atriðunum sem voru með þátttöku áheyrenda. Hann sagði líka að í kirkjunni hans væru þau ekki með námsefni eins og við.“ – Brenda.

 Vissir þú? Sætaval í ríkissalnum er frjálst og engin samskot eða fjársöfnun fer fram.

 Félagsskapurinn er hvetjandi. Biblían segir að ein ástæða fyrir því að kristið fólk ætti að safnast saman sé til að ‚hvetja hvert annað‘. (Hebreabréfið 10:24, 25) Góður félagsskapur við fólk sem tekur Guð og aðra fram yfir sjálft sig er endurnærandi í þessum heimi þar sem svo margir hugsa aðeins um sjálfa sig.

 „Eftir langan dag er ég stundum leið og útkeyrð en fólkið í ríkissalnum lætur mér alltaf líða betur. Þegar ég er á leiðinni heim eftir samkomu er ég alltaf ánægð og tilbúin að takast á við annan dag.“ – Elisa.

 Vissir þú? Söfnuðir Votta Jehóva í heiminum eru fleiri en 120.000 og þeir koma saman á fleiri en 60.000 samkomustöðum. Á hverju ári eru byggðir um 1.500 ríkissalir til að hægt sé að hýsa aukinn fjölda þeirra sem mæta. a

a Farðu inn á síðuna „Samkomur hjá Vottum Jehóva“ og smelltu á „Leita að nálægum samkomustað“ til að finna samkomustað.