Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Hvers vegna ætti ég ekki að elta staðalímyndir? – 1. hluti

Hvers vegna ætti ég ekki að elta staðalímyndir? – 1. hluti

 Hvaða staðalímynd sýna fjölmiðlar?

 Renndu yfir orðin hér að neðan og svaraðu spurningunum.

1. dálkur

2. dálkur

Óþroskuð

Ábyrg

Uppreisnargjörn

Löghlýðin

Lauslát

Hreinlíf

Grunnhyggin

Vel gefin

Slúðurgjörn

Þagmælsk

Fölsk

Heiðarleg

  1.   Hvaða orð lýsa best unglingsstelpum eins og þær koma gjarnan fyrir í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tímaritum?

  2.   Hvaða orð lýsa þeirri mynd sem þú vilt að aðrir hafi af þér?

 Líklega eru svörin við fyrri spurningunni sótt í 1. dálkinn og svörin við þeirri síðari í 2. dálkinn. Það þýðir að þú vilt vera betri manneskja en hin „dæmigerða“ unglingsstelpa eins og henni er lýst í fjölmiðlum. Og þú ert ekki ein um það. Hvers vegna skyldi það vera?

 „Í kvikmyndum eru dæmigerðar unglingsstelpur oft uppreisnargjarnar og merkilegar með sig. Það er engu líkara en að við séum allar óáreiðanlegar dramadrottningar og hugsum ekki um annað en útlitið.“ – Erin.

 „Táningsstelpur í kvikmyndum og sjónvarpi eru athyglissjúkar og helteknar af útlitinu, fötum, vinsældum og strákum.“ – Natalie.

 „Það er sjaldgæft að ‚skemmtilega‘ stelpan sé ekki að drekka, ekki að sofa hjá, og ekki í uppreisn gegn foreldrunum. Ef stelpa gerir þetta ekki er henni lýst þannig að hún sé annaðhvort tepruleg eða í einhverri öfgatrú.“ – Maria.

 Spyrðu þig: Endurspeglar það hvernig ég klæði mig, hegða mér og tala minn eigin persónuleika eða er ég bara að herma eftir staðalímyndinni sem birtist í fjölmiðlum?

 Hvað ættirðu að vita?

  •   Margir halda að þeir séu að móta sinn eigin persónuleika en eru í rauninni bara að laga sig að ímynd sem er haldið að þeim. Ung kona, sem heitir Karen, segir: „Litla systir mín þykist ekki hugsa um neitt annað en föt og stráka. Hún er klár stelpa og ég veit að hún hefur önnur áhugamál en hún lætur eins og hún sé heimsk því að hún heldur að það sé eina leiðin til að vera eins og ,allar hinar stelpurnar‘. Og hún er bara 12 ára.“

     Í Biblíunni stendur: „Fylgið ekki háttsemi þessa heims.“ – Rómverjabréfið 12:2.

  •   Staðalímyndin endurspeglar ekki hvernig allar unglingsstelpur vilja vera. „Í fjölmiðlum eru stelpur algerlega uppteknar af sjálfum sér, fattlausar og óþroskaðar í hegðun, en ég held að við séum flestar frekar skynsamar,“ segir Alexis sem er 15 ára. „Lífið snýst um fleira en dagdrauma um einhverja sæta stráka.“

     Í Biblíunni segir: ,Fullorðnir hafa agað hugann til að greina gott frá illu.‘ – Hebreabréfið 5:14.

  •   Staðalímynd þjónar hagsmunum auglýsenda – ekki stelpnanna. Viðskiptaöflin, svo sem útgefendur og framleiðendur tískuvarnings, tækja og skemmtiefnis, vita að þau geta hagnast á ungu fólki og reyna því að ná til þess fyrir táningsaldurinn. „Auglýsendur gefa í skyn að 11-12 ára krakkar verði ekki vinsælir nema þeir eignist nýjustu græjurnar, fötin, skartgripina og snyrtivörurnar,“ segir í bókinni 12 Going on 29. „Tælandi auglýsingum rignir yfir krakkana jafnvel áður en þeir skilja í hverju tælingin er fólgin.“

     Í Biblíunni segir: „Allt sem maðurinn girnist, allt sem glepur augað, allt oflæti vegna eigna er ekki frá föðurnum heldur frá heiminum.“ – 1. Jóhannesarbréf 2:16.

 Til umhugsunar: Hver græðir mest á því ef þú hugsar ekki um annað en vinsælustu vörumerkin í tískuverslunum? Hverjir hagnast eiginlega ef þú verður að eignast nýjasta farsímann bara til að vera vinsæl meðal jafnaldranna? Hvort hugsa auglýsendur meira um velferð þína eða sjálfa sig?

 Hvað geturðu gert?

  •   Vertu gagnrýnin á staðalímyndirnar sem þú sérð í fjölmiðlum. Með aldrinum lærirðu að sjá meira en yfirborðið. Vertu skynsöm og hugleiddu hvaða áhrif staðalímyndir geta haft á þig. Alana, sem er 14 ára, segir: „Myndin, sem dregin er upp af dæmigerðri unglingsstelpu, er að hún noti meiri farða en föt og margar stelpur átta sig ekki á að það bætir ekki útlitið – þær virðast bara örvæntingarfullar.“

  •   Veltu fyrir þér hvers konar manneskja þú vilt verða og settu þér markmið samkvæmt því. Hugsaðu til dæmis um eiginleikana sem þú valdir í upphafi greinarinnar – þá sem þú vilt að aðrir sjái í fari þínu. Væri ekki ráð að byrja að tileinka sér þá núna eða þroska þá betur? Í Biblíunni segir: „Íklæðst hinum nýja [manni], sem endurnýjast til fullkominnar þekkingar og verður þannig mynd skapara síns“ – en ekki sú mynd sem auglýsendur halda á lofti. – Kólossubréfið 3:10, Biblían 1981.

  •   Veldu þér góðar fyrirmyndir. Þær gætu verið í fjölskyldunni, til dæmis mamma þín eða frænkur eða þá þroskaðar vinkonur. Vottar Jehóva eru vel settir að þessu leyti því að í söfnuðinum er að finna fjölda kvenna sem er hægt að taka sér til fyrirmyndar. – Títusarbréfið 2:3-5.

 Tillaga: Í bókinni Imitate Their Faith er að finna góðar fyrirmyndir en þar er rætt um konur í Biblíunni eins og Rut, Hönnu, Abígail, Ester, Maríu og Mörtu. Bókin er gefin út af Vottum Jehóva og má finna á www.pr418.com.