Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hver mun bjarga jörðinni?

Hver mun bjarga jörðinni?

 Margt fólk hefur áhyggjur af því að menn séu að eyðileggja jörðina og lífið á henni. Samkvæmt sumum sérfræðingum í umhverfismálum hefur hegðun manna aldrei skaðað eins margar lífverur og nú og margar eru í útrýmingarhættu.

 Eiga menn eftir að eyðileggja jörðina? Eða munu þeir einhvern tíma geta lifað í sátt við náttúruna?

Dugar viðleitni manna?

 Margir sérfræðingar eru sannfærðir um að menn geti verndað jörðina og búið í sátt og samlyndi við náttúruna. Sumir rannsóknarmenn halda því fram að til að viðleitni manna dugi verði að gera breytingar á mörgum sviðum á sama tíma. Slíkar breytingar fælu í sér:

  •   Bætta umgengni fólks við land, skóga, votlendi og höf.

  •   Aðrar ræktunaraðferðir og nýtingu annarra orkulinda.

  •   Breytta fæðuframleiðslu og dreifingu þannig að fólk neytti aðallega grænmetis en borðaði kjöt og fisk í hófi og færi betur með mat.

  •   Að skilja að lífsgæði eru ekki háð því að eiga stöðugt meira af efnislegum hlutum.

 Hvað heldur þú? Er raunhæft að vænta þess að ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklingar sýni svo fordæmalausa samvinnu? Eða heldurðu að það sé líklegra að djúpstæð græðgi, eigingirni og skammsýni sumra myndi standa í vegi fyrir því? – 2. Tímóteusarbréf 3:1–5.

Ástæða til bjartsýni

 Í Biblíunni kemur fram að við getum verið viss um að jörðin eigi sér örugga framtíð. Biblían útskýrir hvers vegna viðleitni manna dugi ekki til að bjarga jörðinni og lýsir breytingunni sem þarf að verða. Hún segir einnig hvernig þessi breyting muni eiga sér stað.

 Viðleitni manna dugar ekki ein og sér til að bjarga jörðinni. Jehóva a Guð skapaði jörðina og gaf mönnum þá ábyrgð að annast hana. (1. Mósebók 1:28; 2:15) Þeir gætu aðeins staðið undir þessari ábyrgð ef þeir færu eftir leiðbeiningum hans. (Orðskviðirnir 20:24) En þeir höfnuðu Jehóva og ákváðu að fara eigin leiðir. (Prédikarinn 7:29) Menn geta ekki annast jörðina upp á eigin spýtur og viðleitni þeirra ber í besta falli takmarkaðan árangur. – Orðskviðirnir 21:30; Jeremía 10:23.

 Breyting sem verður að koma til. Guð ætlar að stöðva menn í að eyðileggja jörðina. (Opinberunarbókin 11:18) Hann ætlar ekki að laga ríkisstjórnir og samfélög sem eru að skaða jörðina, hann kemur með aðra stjórn í stað þeirra. (Opinberunarbókin 21:1) Jehóva lýsir yfir: „Ég geri alla hluti nýja.“– Opinberunarbókin 21:5.

 Hvernig verður breytingin? Jehóva skiptir stjórnum manna út fyrir himneska stjórn sem er kölluð Guðsríki. Þessi stjórn mun ríkja yfir jörðinni undir forystu Jesú Krists. – Daníel 2:44; Matteus 6:10.

 Guðsríki mun kenna mannkyninu að lifa eftir réttlátum mælikvarða Guðs. Þegar menn viðurkenna skapara sinn og fylgja leiðbeiningum hans geta þeir lifað í sátt við náttúruna. (Jesaja 11:9) Biblían lýsir því hvernig stjórn Guðs gerir þegnum sínum kleift að njóta einstakra lífsgæða sem munu ekki skaða plánetuna. Stjórn Guðs mun gera eftirfarandi:

 Þú getur átt von á því að Guðsríki komi þessum breytingum fljótlega á. Sjá greinina „Hvenær mun ríki Guðs fara með stjórn yfir jörðinni?“ til að fá frekari upplýsingar.

a Jehóva er eiginnafn Guðs. – Sálmur 83:18.