Jeremía 10:1–25

  • Munurinn á guðum þjóðanna og hinum lifandi Guði (1–16)

  • Eyðing og útlegð í vændum (17, 18)

  • Jeremía er harmi sleginn (19–22)

  • Bæn spámannsins (23–25)

    • Maðurinn getur ekki stýrt skrefum sínum (23)

10  Heyrið orðið sem Jehóva hefur talað gegn ykkur, Ísraelsmenn.  Jehóva segir: „Takið ekki upp háttalag þjóðannaog hræðist ekki himintákninþótt þjóðirnar hræðist þau.   Siðir þjóðanna eru sjálfsblekking.* Handverksmaður heggur tré í skóginumog sker það út með verkfæri sínu.   Menn skreyta það silfri og gulliog festa það með hamri og nöglum svo að það detti ekki um koll.   Þessi skurðgoð geta ekki talað, ekkert frekar en fuglahræða á gúrkuakri. Menn þurfa að bera þau því að þau geta ekki gengið. Óttist þau ekki því að þau geta ekki gert neitt meinog heldur ekki neitt gott.“   Enginn er eins og þú, Jehóva. Þú ert mikill og nafn þitt er mikið og máttugt.   Ættu ekki allir að óttast þig, þú konungur þjóðanna? Þú átt það skilið því að meðal allra vitringa þjóðannaog í öllum konungsríkjum þeirrajafnast enginn á við þig.   Þeir eru allir óskynsamir og heimskir. Það er alger sjálfsblekking* að ráðfæra sig við trjádrumb.   Silfurplötur eru fluttar inn frá Tarsis og gull frá Úfas,efniviður handverksmanns og málmsmiðs. Skurðgoðin klæðast bláu garni og purpuralitri ull. Þau eru öll gerð af hæfileikafólki. 10  En Jehóva er hinn sanni Guð. Hann er lifandi Guð og eilífur konungur. Jörðin nötrar undan reiði hansog engin þjóð stenst heift hans. 11  * Þetta skuluð þið segja þeim: „Guðirnir sem sköpuðu ekki himin og jörðmunu hverfa af jörðinni og undan himninum.“ 12  Hann skapaði jörðina með mætti sínum,grundvallaði heiminn með visku sinniog þandi út himininn með þekkingu sinni. 13  Þegar hann lætur rödd sína hljómaókyrrast vötnin á himniog hann lætur ský* stíga upp frá endimörkum jarðar. Hann lætur eldingar leiftra í regninu*og hleypir vindinum út úr forðabúrum sínum. 14  Hver einasti maður er óskynsamur og lætur heimsku sína í ljós. Allir málmsmiðir munu skammast sín fyrir skurðgoðinþví að málmlíkneski* þeirra eru blekkingog enginn andi* er í þeim. 15  Þau eru einskis nýt,* hlægileg. Þau farast á degi uppgjörsins. 16  Hann sem er hlutdeild Jakobs er ekki eins og þauþví að hann skapaði alltog Ísrael er stafur hans, erfðahlutur hans.* Jehóva hersveitanna er nafn hans. 17  Taktu böggul þinn upp af jörðinni,þú kona sem býrð við umsátur, 18  því að Jehóva segir: „Núna fleygi ég íbúum landsins burtog læt þá líða mikla neyð.“ 19  Aumingja ég því að ég er illa löskuð,sár mitt er ólæknandi. Ég sagði: „Þetta er sjúkdómur minn og ég þarf að þola hann. 20  Tjald mitt er eyðilagt og tjaldstögin öll slitin sundur. Synir mínir hafa yfirgefið mig og eru ekki lengur hér. Enginn er eftir til að reisa tjald mitt og festa upp tjalddúkana. 21  Hirðarnir höguðu sér heimskulegaog leituðu ekki til Jehóva. Þess vegna sýndu þeir ekki viskuog öll hjörð þeirra tvístraðist.“ 22  Hlustið! Fréttir voru að berast! Miklar drunur heyrast frá landinu í norðri. Borgir Júda verða lagðar í eyði, gerðar að bæli sjakala. 23  Ég veit, Jehóva, að það er ekki mannsins að velja leið sína. Hann getur ekki einu sinni stýrt skrefum sínum á göngunni.* 24  Agaðu mig, Jehóva, af sanngirnien ekki í reiði svo að þú gerir ekki út af við mig. 25  Úthelltu reiði þinni yfir þjóðirnar sem hunsa þigog yfir ættirnar sem ákalla ekki nafn þittþví að þær hafa gleypt Jakob,já, gleypt hann og næstum eytt honum,og þær hafa lagt land hans í eyði.

Neðanmáls

Eða „tilgangslausir“.
Eða „tilgangslaust“.
Vers 11 var upphaflega skrifað á arameísku.
Eða „gufu“.
Eða hugsanl. „gerir flóðgáttir fyrir regnið“.
Eða „steypt líkneski“.
Eða „andardráttur“.
Eða „blekking“.
Orðrétt „stafur erfðahlutar hans“.
Það er, hann er hvorki fær um það né hefur rétt á því.