Orðskviðirnir 21:1–31

  • Jehóva beinir hjarta konungs að vild (1)

  • Réttlæti betra en fórn (3)

  • Dugnaður leiðir til góðs (5)

  • Sá sem hunsar bágstadda verður sjálfur hunsaður (13)

  • Engin viska er til gegn Jehóva (30)

21  Hjarta konungs er eins og vatnslækir í hendi Jehóva,hann beinir því hvert sem hann vill.   Maðurinn telur alla vegi sína réttaen Jehóva kannar hjörtun.*   Að gera það sem er rétt og réttláttgleður Jehóva meira en sláturfórn.   Hrokafull augu og stærilátt hjarta,lampinn sem lýsir hinum vondu, það er synd.   Áform hins iðna leiða til góðs*en fljótfærni steypir í fátækt.   Auður fenginn með lygier sem hverfult mistur og banvæn snara.*   Ofbeldi hinna illu sópar þeim burtþví að þeir vilja ekki gera það sem er rétt.   Vegur hins seka er hlykkjótturen verk hins hreina réttlát.   Betra er að dvelja í horni á húsþakien búa með þrætugjarnri* konu. 10  Vondur maður girnist hið illa,hann hefur enga meðaumkun með náunga sínum. 11  Þegar háðgjörnum manni er refsað verður hinn óreyndi vitrariog þegar vitur maður fræðist hlýtur hann þekkingu.* 12  Hinn réttláti Guð fylgist með húsi hins vondaog steypir vondum í ógæfu. 13  Sá sem lokar eyrunum fyrir hrópum hins bágstaddamun sjálfur kalla og ekki fá svar. 14  Gjöf í leyni sefar reiðiog mútur með leynd* stilla ákafa heift. 15  Réttlátur maður gleðst yfir því að gera rétten illvirkja hryllir við því. 16  Sá sem yfirgefur veg viskunnarmun hvíla hjá hinum dánu og lífvana. 17  Sá sem er sólginn í að skemmta sér* verður fátækur,sá sem er sólginn í vín og olíu verður ekki ríkur. 18  Hinn vondi er lausnargjald fyrir hinn réttlátaog svikarinn verður hrifinn burt í stað hins ráðvanda. 19  Betra er að búa í eyðimörken með þrætugjarnri* og uppstökkri konu. 20  Í húsi hins vitra er dýrmætur fjársjóður og olíaen heimskur maður sóar því sem hann á. 21  Sá sem leggur rækt við réttlæti og tryggan kærleikahlýtur líf, réttlæti og heiður. 22  Vitur maður getur unnið borg stríðskappaog brotið niður vígið sem þeir treysta á. 23  Sá sem gætir munns síns og tungukemur sér ekki í vanda. 24  Hrokafullur og sjálfumglaður gortarikallast sá sem sýnir yfirgengilegan hroka. 25  Það sem letinginn girnist dregur hann til dauðaþví að hendur hans vilja ekki vinna. 26  Allan daginn hugsar hann um það eitt að seðja langanir sínaren hinn réttláti gefur og sker ekki við nögl. 27  Sláturfórn hinna illu er andstyggileg,sérstaklega ef hún er færð af illum ásetningi.* 28  Ljúgvitni mun farasten vitnisburður þess sem hlustar verður tekinn gildur.* 29  Hinn illi er frakkur á svipen vegur hins réttláta er öruggur.* 30  Engin viska, engin skynsemi og engin ráð eru til gegn Jehóva. 31  Hesturinn er búinn til orrustudagsinsen það er Jehóva sem frelsar.

Neðanmáls

Eða „ásetning hans“.
Eða „gefa ávinning“.
Eða hugsanl. „fyrir þá sem leita dauðans“.
Eða „nöldursamri“.
Eða „veit hann hvað hann á að gera“.
Orðrétt „í barmi“.
Eða „gera sér glaðan dag“.
Eða „nöldursamri“.
Eða „með svívirðilegri hegðun“.
Orðrétt „en maður sem hlustar mun tala að eilífu“.
Eða „en hinn réttláti gerir veg sinn öruggan“.