Síðara bréfið til Tímóteusar 3:1–17

  • Hættulegir tímar á síðustu dögum (1–7)

  • Fylgdu fordæmi Páls (8–13)

  • „Haltu þig við það sem þú hefur lært“ (14–17)

    • Öll Ritningin innblásin af Guði (16)

3  En það máttu vita að á síðustu dögum verða hættulegir og erfiðir tímar.  Menn verða eigingjarnir, elska peninga, verða montnir, hrokafullir, lastmálir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, ótrúir,  kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberar, hafa enga sjálfstjórn, grimmir, elska ekki hið góða,  sviksamir, þverir, yfirlætisfullir og elska nautnir frekar en Guð.  Út á við sýnast þeir guðræknir en þeir láta trúna ekki hafa nein áhrif á líf sitt.* Forðastu þá.  Úr hópi þeirra koma menn sem smeygja sér inn á heimilin og ná á sitt band trúgjörnum og syndugum konum sem láta leiðast af ýmsum girndum.  Þær eru alltaf að læra en geta aldrei fengið nákvæma þekkingu á sannleikanum.  Þessir menn standa á móti sannleikanum eins og Jannes og Jambres stóðu gegn Móse. Hugarfar slíkra manna er gerspillt og þeir eru óhæfir í trúnni.  En þeim verður ekkert ágengt framar því að heimska þeirra verður öllum augljós eins og gerðist hjá þessum tveim mönnum. 10  Þú hefur hins vegar tekið vel eftir kennslu minni, fylgt sömu lífsstefnu og ég og haft sömu markmið, trú, þolinmæði, kærleika og þolgæði. 11  Þú veist líka af þeim ofsóknum og þjáningum sem ég varð fyrir í Antíokkíu, Íkóníum og Lýstru. Ég gekk í gegnum þessar ofsóknir en Drottinn bjargaði mér úr þeim öllum. 12  Já, allir sem vilja lifa guðrækilegu lífi sem lærisveinar Krists Jesú verða ofsóttir. 13  En vondir menn og svikarar munu ganga æ lengra í illskunni. Þeir leiða aðra á villigötur og láta sjálfir leiðast afvega. 14  En haltu þig við það sem þú hefur lært og látið sannfærast um því að þú veist af hverjum þú lærðir það 15  og þú hefur þekkt heilagar ritningar frá blautu barnsbeini. Þær geta veitt þér visku svo að þú bjargist vegna trúarinnar á Krist Jesú. 16  Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg til að kenna, áminna, leiðrétta* og aga fólk í að gera það sem er rétt, 17  til að sá sem þjónar Guði sé fullkomlega hæfur og albúinn til allra góðra verka.

Neðanmáls

Eða „en þeir afneita krafti guðrækninnar“.
Eða „koma hlutum í rétt horf“.