Jesaja 11:1–16

  • Kvistur af stofni Ísaí stjórnar með réttlæti (1–10)

    • Úlfur og lamb hvílast saman (6)

    • Þekking á Jehóva fyllir jörðina (9)

  • Fáeinir snúa aftur (11–16)

11  Kvistur mun vaxa af stofni Ísaíog angi af rótum hans bera ávöxt.   Andi Jehóva mun hvíla yfir honum,andi visku og skilnings,andi leiðsagnar og máttar,andi þekkingar og ótta við Jehóva.   Hann hefur unun af að óttast Jehóva. Hann dæmir ekki bara eftir því sem hann sérné áminnir eftir því sem hann heyrir.   Hann dæmir bágstadda af sanngirni*og áminnir af óhlutdrægni í þágu hinna auðmjúku á jörðinni. Hann mun slá jörðina með staf munns sínsog lífláta hina illu með anda vara sinna.   Réttlæti verður beltið um mitti hansog trúfesti beltið um mjaðmirnar.   Úlfurinn mun hvílast hjá lambinuog hlébarðinn leggjast hjá kiðlingnum. Kálfur, ljón og alifé ganga saman*og lítill strákur leiðir þau.   Kýr og birna verða saman á beitog ungviði þeirra liggur saman. Ljónið mun bíta gras eins og naut.   Brjóstabarn leikur sér hjá holu kóbrunnarog barn vanið af brjósti leggur höndina yfir bæli eiturslöngunnar.   Enginn mun gera neitt illtné valda skaða á mínu heilaga fjalliþví að jörðin verður full af þekkingu á Jehóvaeins og vatn hylur sjávardjúpið. 10  Á þeim degi mun sá sem er rót Ísaí standa eins og fáni* handa þjóðunum. Hjá honum leita þjóðirnar leiðsagnar*og hvíldarstaður hans verður dýrlegur. 11  Þann dag réttir Jehóva út höndina í annað sinn til þeirra sem eftir eru af þjóð hans. Hann endurheimtir þá frá Assýríu, Egyptalandi, Patros, Kús, Elam, Sínear,* Hamat og eyjum hafsins. 12  Hann reisir fána* fyrir þjóðirnar og safnar saman þeim sem tvístruðust frá Ísrael, og hann safnar saman frá heimshornunum fjórum þeim sem dreifst höfðu frá Júda. 13  Öfund Efraíms verður horfinog fjandmönnum Júda verður útrýmt. Efraím öfundar ekki Júdaog Júda sýnir Efraím ekki fjandskap. 14  Þeir æða niður hlíðarnar* í vestri og ráðast á Filistea,saman fara þeir ránshendi um þjóðirnar í austri. Þeir lyfta hendinni gegn* Edóm og Móabog Ammónítar verða undir þá settir. 15  Jehóva skiptir* flóa Egyptahafsog veifar hendinni yfir Fljótið.* Með brennheitum anda sínum slær hann það við kvíslirnar sjö* og lætur fólk ganga yfir þurrum fótum. 16  Greiður vegur verður frá Assýríu handa þeim sem eftir eru af þjóð hanseins og var fyrir Ísrael daginn sem hann fór út úr Egyptalandi.

Neðanmáls

Eða „réttlæti“.
Eða hugsanl. „Kálfur og ljón verða saman á beit“.
Eða „merkisstöng“.
Eða „Þjóðirnar leita hans“.
Það er, Babýloníu.
Eða „merkisstöng“.
Orðrétt „öxlina“.
Eða „ná valdi yfir“.
Eða hugsanl. „þurrkar upp“.
Það er, Efrat.
Eða hugsanl. „klýfur hann það í sjö kvíslir“.