Sálmur 77:1–20

  • Bæn á neyðarstund

    • Að hugleiða verk Guðs (11, 12)

    • „Hvaða guð er eins mikill og þú?“ (13)

Til tónlistarstjórans. Jedútún.* Söngljóð eftir Asaf. 77  Ég hrópa hátt til Guðs,ég hrópa til Guðs og hann heyrir til mín.   Í neyð minni leita ég Jehóva. Alla nóttina teygi ég hendurnar til hans.* Ég fæ enga huggun.   Ég andvarpa þegar ég hugsa til Guðs,ég er kvíðinn og máttvana. (Sela)   Þú leyfir mér ekki að loka augunum,mér er órótt og ég kem ekki upp orði.   Mér er hugsað til fyrri tíma,til löngu liðinna ára.   Ég man eftir lagi* mínu um nætur,ég hugleiði í hjarta mér,leita skilnings og svara.   Hefur Jehóva hafnað okkur um eilífð? Mun hann aldrei framar sýna okkur velvild?   Er tryggur kærleikur hans horfinn fyrir fullt og allt? Verða loforð hans að engu um ókomnar kynslóðir?   Hefur Guð gleymt að sýna velvild,eða er miskunn hans horfin vegna reiði hans? (Sela) 10  Þarf ég sífellt að segja: „Það veldur mér hugarkvöl*að Hinn hæsti er ekki lengur með* okkur“? 11  Ég ætla að muna eftir verkum Jah,minnast dásemdarverka þinna til forna. 12  Ég hugsa um allt sem þú hefur gertog hugleiði afrek þín. 13  Guð, vegir þínir eru heilagir. Hvaða guð er eins mikill og þú? 14  Þú ert hinn sanni Guð sem vinnur stórkostleg verk. Þú hefur birt þjóðunum mátt þinn. 15  Þú bjargaðir* fólki þínu með mætti þínum,*sonum Jakobs og Jósefs. (Sela) 16  Vötnin sáu þig, Guð,vötnin sáu þig og skulfuog djúpin skelfdust. 17  Vatn streymdi úr skýjunum,þrumur drundu af himniog örvar þínar þutu í allar áttir. 18  Þrumur þínar dundu eins og gnýr af vagnhjólum,eldingar lýstu upp heimsbyggðina,*jörðin nötraði og skalf. 19  Leið þín lá gegnum hafið,vegur þinn gegnum mörg vötnen fótspor þín urðu ekki rakin. 20  Þú leiddir fólk þitt eins og hjörðsem Móse og Aron gættu.*

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða „út hendurnar og þær dofna ekki“.
Eða „strengjaleik“.
Eða „Það stingur mig“.
Orðrétt „að hægri hönd Hins hæsta hefur breyst gagnvart“.
Orðrétt „leystir“.
Orðrétt „hendi þinni“.
Eða „frjósamt landið“.
Orðrétt „með hendi Móse og Arons“.