Sálmur 146:1–10

  • Treystið Guði, ekki mönnum

    • Hugsun manna tekur enda við dauðann (4)

    • Guð reisir niðurbeygða á fætur (8)

146  Lofið Jah!* Allt sem í mér er lofi Jehóva.   Ég vil lofa Jehóva alla ævi,ég syng Guði mínum lof* eins lengi og ég lifi.   Treystið ekki valdamönnum*né manni sem engum getur bjargað.   Hann gefur upp andann og* snýr aftur til moldarinnar,á þeim degi tekur hugsun hans enda.   Sá sem fær hjálp frá Guði Jakobs er hamingjusamur,sá sem setur von sína á Jehóva Guð sinn,   skapara himins og jarðar,hafsins og alls sem þar er,hann sem er alltaf trúfastur,   hann sem tryggir þeim réttlæti sem hafa verið sviknir,hann sem gefur hungruðum brauð. Jehóva veitir föngunum* frelsi.   Jehóva opnar augu blindra,Jehóva reisir niðurbeygða á fætur,Jehóva elskar hina réttlátu.   Jehóva verndar útlendingana,hann sér fyrir föðurlausum börnum og ekkjumen gerir áform hinna illu að engu.* 10  Jehóva er konungur að eilífu,Guð þinn, Síon, kynslóð eftir kynslóð. Lofið Jah!*

Neðanmáls

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „lofa Guð minn með tónlist“.
Eða „tignarmönnum“.
Eða „Andi (andardráttur) hans hverfur og hann“.
Orðrétt „hinum fjötruðu“.
Eða „gerir veg hinna illu krókóttan“.
Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.