Sálmur 104:1–35

  • Guð lofaður fyrir undur sköpunarverksins

    • Jörðin stendur að eilífu (5)

    • Vín og brauð handa manninum (15)

    • „Hversu mörg eru ekki verk þín!“ (24)

    • ‚Þegar andinn er tekinn burt deyja þau‘ (29)

104  Ég vil lofa Jehóva. Jehóva Guð minn, mikill ert þú. Þú ert klæddur tign og ljóma.   Þú ert sveipaður ljósi eins og skikkju,þú þenur út himininn eins og tjalddúk.   Hann leggur bjálka loftstofu sinnar ofar skýjunum,*gerir skýin að vagni sínumog fer um á vængjum vindsins.   Hann gerir engla sína að voldugum öndum,þjóna sína að eyðandi eldi.   Hann hefur grundvallað jörðina á undirstöðum hennar,aldrei að eilífu færist hún úr stað.*   Þú huldir hana djúpum vötnum eins og með skikkju,vötnin náðu yfir fjöllin.   Þau flúðu undan ávítum þínum,hlupu í skelfingu undan þrumugný þínum   – fjöll risu og dalir sigu – þangað sem þú hafðir ætlað þeim.   Þú settir vötnunum mörk sem þau máttu ekki fara yfirtil að þau skyldu aldrei framar hylja jörðina. 10  Hann sendir vatn í dalina,lindir spretta upp milli fjallanna. 11  Öll dýr merkurinnar drekka úr þeim,villiasnarnir svala þorsta sínum. 12  Fuglar himins eiga sér náttból þar,þeir syngja í laufþykkninu. 13  Þú vökvar fjöllin úr loftstofum þínum,með ávexti verka þinna seður þú jörðina. 14  Þú lætur grasið spretta handa nautgripunumog gróður handa mönnunum. Þú lætur jörðina gefa af sér fæðu 15  og vín sem gleður hjarta mannsins,olíu sem gerir andlitið gljáandiog brauð sem nærir hjarta mannsins. 16  Tré Jehóva fá næga vökvun,sedrustrén í Líbanon sem hann gróðursetti 17  þar sem fuglarnir gera sér hreiður. Storkurinn á sér heimili í einitrjánum. 18  Há fjöllin eru heimkynni fjallageita,klettarnir eru skjól klettagreifingja. 19  Þú gerðir tunglið til að afmarka tíma,sólin veit hvenær hún á að setjast. 20  Þú lætur dimma og það verður nóttþegar öll villtu skógardýrin fara á kreik. 21  Ungljónin öskra eftir bráðog leita ætis sem Guð gefur þeim. 22  Þegar sólin rísdraga þau sig í hlé og leggjast í bæli sín. 23  Maðurinn fer til vinnuog stritar til kvölds. 24  Hversu mörg eru ekki verk þín, Jehóva! Þú gerðir þau öll af visku. Jörðin er full af því sem þú hefur skapað. 25  Þar er hafið, svo stórt og víðáttumikið,iðandi af lifandi verum, stórum sem smáum. 26  Þar fara skipin umog Levjatan* sem þú skapaðir til að leika sér þar. 27  Þau bíða öll eftir þér,að þú gefir þeim fæðu á réttum tíma. 28  Þau safna því sem þú gefur þeim. Þú lýkur upp hendinni og þau seðjast af góðum gjöfum. 29  Þú hylur andlit þitt og þau skelfast. Ef þú tekur burt anda þeirra deyja þau og snúa aftur til moldarinnar. 30  Ef þú sendir út anda þinn verða þau tilog þú endurnýjar yfirborð jarðar. 31  Dýrð Jehóva varir að eilífu. Jehóva gleðst yfir verkum sínum. 32  Hann lítur á jörðina og hún skelfur,hann snertir fjöllin og það rýkur úr þeim. 33  Ég vil syngja fyrir Jehóva alla ævi,ég lofsyng* Guð minn meðan ég lifi. 34  Megi hugsanir mínar gleðja hann.* Ég fagna yfir Jehóva. 35  Syndarar munu hverfa af jörðinniog hinir illu verða ekki til framar. Ég vil lofa Jehóva. Lofið Jah!*

Neðanmáls

Orðrétt „í vötnunum“.
Eða „haggast hún“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „leik tónlist fyrir“.
Eða hugsanl. „Megi hugleiðingar mínar um hann vera ánægjulegar.“
Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.