Sálmur 127:1–5

  • Án Guðs er allt til einskis

    • „Ef Jehóva byggir ekki húsið“ (1)

    • Börn eru umbun frá Guði (3)

Uppgönguljóð. Eftir Salómon. 127  Ef Jehóva byggir ekki húsiðerfiða smiðirnir til einskis. Ef Jehóva verndar ekki borginavakir vörðurinn til einskis.   Það er til einskis að þið farið snemma á fætur,leggist seint til hvíldarog stritið fyrir mat ykkarþví að hann sér fyrir þeim sem hann elskar og lætur þá sofa vært.   Börn* eru gjöf frá Jehóva,ávöxtur móðurkviðarins er umbun.   Eins og örvar í hendi kappanseru synir sem maður eignast ungur að árum.   Sá maður er hamingjusamur sem fyllir örvamæli sinn með þeim. Þeir verða sér ekki til skammarþví að þeir tala við óvini í borgarhliðinu.

Neðanmáls

Orðrétt „Synir“.