Sálmur 1:1–6

  • Tvenns konar lífsstefna

    • Að lesa lög Guðs veitir hamingju (2)

    • Réttlátir eru eins og frjósamt tré (3)

    • Vondir menn fjúka burt eins og hismi (4)

1  Sá maður er hamingjusamur sem fylgir ekki ráðum vondra manna,gengur ekki götur syndaraog situr ekki meðal hæðinna manna   heldur hefur yndi af lögum Jehóvaog les þau lágum rómi* dag og nótt.   Hann verður eins og tré gróðursett hjá lækjum. Það ber ávöxt á réttum tímaog lauf þess visna ekki. Allt sem hann gerir tekst vel.   Öðru máli gegnir um vonda menn. Þeir eru eins og hismið sem fýkur burt í vindi.   Þess vegna standast hinir illu ekki fyrir dóminumné syndarar í söfnuði réttlátra.   Jehóva þekkir veg hinna réttlátuen vegur vondra manna hverfur.

Neðanmáls

Eða „hugleiðir þau“.