Sálmur 115:1–18

  • Guð einn fái dýrð

    • Lífvana skurðgoð (4–8)

    • Jörðin gefin mönnunum (16)

    • „Hinir dánu lofa ekki Jah“ (17)

115  Gefðu ekki okkur, Jehóva, ekki okkurheldur* nafni þínu dýrðinaþví að þú ert tryggur í kærleika þínum og trúfastur.   Af hverju ættu þjóðirnar að segja: „Hvar er Guð þeirra?“   Guð okkar er á himnum,hann gerir það sem hann vill.   Skurðgoð þeirra eru silfur og gull,handaverk manna.   Þau hafa munn en geta ekki talað,augu en geta ekki séð.   Þau hafa eyru en geta ekki heyrt,nef en finna enga lykt.   Þau hafa hendur en geta ekki gripið,fætur en geta ekki gengið. Úr barka þeirra kemur ekkert hljóð.   Þeir sem búa þau til verða eins og þauog sömuleiðis allir sem treysta á þau.   Ísrael, treystu á Jehóva– hann er hjálp ykkar og skjöldur. 10  Ætt Arons, treystu á Jehóva– hann er hjálp ykkar og skjöldur. 11  Þið sem óttist Jehóva, treystið á Jehóva– hann er hjálp ykkar og skjöldur. 12  Jehóva minnist okkar og mun blessa okkur. Hann blessar ætt Ísraels,hann blessar ætt Arons. 13  Jehóva blessar þá sem óttast hann,jafnt háa sem lága.* 14  Jehóva lætur ykkur fjölga,ykkur og börnum ykkar. 15  Jehóva blessi ykkur,skapari himins og jarðar. 16  Himnarnir tilheyra Jehóvaen jörðina hefur hann gefið mönnunum. 17  Hinir dánu lofa ekki Jah,enginn sem hnígur niður í þögn dauðans.* 18  En við lofum Jahhéðan í frá og að eilífu. Lofið Jah!*

Neðanmáls

Eða „Við eigum ekkert skilið, Jehóva, ekkert, heldur gefðu“.
Eða „unga sem gamla“.
Orðrétt „í þögnina“.
Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.