Hoppa beint í efnið

Dó Jesús á krossi?

Dó Jesús á krossi?

Svar Biblíunnar

 Margir telja krossinn aðal tákn kristninnar. Samt er aftökutækinu sem Jesús dó á ekki lýst í Biblíunni. Þess vegna getur enginn sagt með vissu hvernig það var í laginu. Hins vegar má finna vísbendingar í Biblíunni um að Jesús hafi ekki dáið á krossi heldur á lóðréttum staur.

 Í Biblíunni er gríska orðið staurosʹ yfirleitt notað þegar fjallað er um aftökutækið sem Jesú lét lífið á. (Matteus 27:40; Jóhannes 19:17) Enda þótt orðið sé oft þýtt „kross“ eru margir fræðimenn sammála um að grunnmerking þess sé í raun „lóðréttur staur“. a Samkvæmt uppflettiritinu A Critical Lexicon and Concordance to the English and Greek New Testament merkir orðið staurosʹ „aldrei tvo staura lagða í kross.“

 Gríska orðið xylon er líka notað í Biblíunni í sömu merkingu og staurosʹ. (Postulasagan 5:30; 1. Pétursbréf 2:24) Þetta orð þýðir „viður“, „timbur“, „staur“ eða „tré“. b Í The Companion Bible segir: „Ekkert í grískum texta [Nýja testamentisins] gefur minnstu vísbendingu um að átt sé við tvo tréstaura.“

Hefur Guð velþóknun á notkun krossins við tilbeiðslu?

Crux simplex – hugtak á Latínu yfir einfaldan staur sem var notaður til að festa glæpamenn á til að taka þá af lífi.

 Burtséð frá lögun aftökutækisins sem Jesús lét lífið á sýna eftirfarandi staðreyndir og biblíuvers að við ættum ekki að nota krossinn í tilbeiðslu okkar.

  1.   Guð hafnar tilbeiðslu sem felur í sér notkun líkneskja eða tákna, þar á meðal notkun krossins. Guð gaf Ísraelsmönnum þau fyrirmæli að nota ekki skurðgoð í nokkurri mynd í tilbeiðslunni. (5. Mósebók 4:15-19) Kristnir menn fengu sams konar fyrirmæli: ,Forðist skurðgoðadýrkun.‘ – 1. Korintubréf 10:14.

  2.   Á fyrstu öld notuðu kristnir menn ekki kross í tilbeiðslunni. c Kenningar og fordæmi postulanna er sú fyrirmynd sem allir kristnir menn ættu að fylgja. – 2. Þessaloníkubréf 2:15.

  3.   Notkun krossins í tilbeiðslu má rekja til heiðni. d Mörg hundruð árum eftir dauða Jesú, þegar kirkjurnar höfðu fjarlægst kenningar hans, var nýjum sóknarbörnum „að mestu leyti leyft að halda í heiðin tákn“, þar á meðal krossinn. (The Expanded Vine’s Expository Dictionary of New Testament Words) Samt sem áður er notkun heiðinna tákna til að snúa fólki til trúar hvergi afsökuð í Biblíunni. – 2. Korintubréf 6:17.

a Sjá New Bible Dictionary, þriðju útgáfu, í ritstjórn D. R. W. Wood, bls. 245, Theological Dictionary of the New Testament, VII. bindi, bls. 572, The International Standard Bible Encyclopedia, endurskoðuð útgáfa, 1. bindi, bls. 825 og The Imperial Bible-Dictionary, II. bindi, bls. 84.

b Sjá orðabækurnar The Expanded Vine’s Expository Dictionary of New Testament Words, bls. 1165; A Greek-English Lexicon, eftir Liddell og Scott, níundu útgáfu, bls.  1191-1192 og Theological Dictionary of the New Testament, V. bindi, bls. 37.

c Sjá The Encyclopedia of Religion, 4. bindi, bls. 165; The Encyclopedia Americana, 8. bindi, bls. 246 og Symbols Around Us, bls. 205-​207.

d Sjá Encyclopædia Britannica, 2003, uppflettiorð „Cross“; The Cross​—Its History and Symbolism, bls.  40 og The Companion Bible, Oxford University Press, viðauki 162, bls. 186.