Síðara bréfið til Korintumanna 6:1–18

  • Ekki má misnota góðvild Guðs (1, 2)

  • Páll lýsir þjónustu sinni (3–13)

  • Gangist ekki undir ok með vantrúuðum (14–18)

6  Sem samverkamenn Guðs hvetjum við ykkur líka til að láta ekki einstaka góðvild hans, sem þið hafið þegið, verða til einskis.  Hann segir: „Á tíma velvildar bænheyrði ég ykkur og á degi björgunar hjálpaði ég ykkur.“ Nú er þessi sérstaki tími velvildar. Nú er dagur björgunarinnar.  Við gefum engum neitt tilefni til hrösunar svo að enginn hafi ástæðu til að gagnrýna þjónustu okkar.  Við sýnum á allan hátt að við erum þjónar Guðs með miklu þolgæði, í raunum, í skorti, í erfiðleikum,  í misþyrmingum, í fangelsi og í uppþotum. Við höfum stritað, verið andvaka og verið matarlausir.  Við lifum hreinu lífi, búum yfir þekkingu, erum þolinmóðir, sýnum góðvild, lútum leiðsögn heilags anda og sýnum hræsnislausan kærleika.  Við segjum sannleikann, reiðum okkur á kraft Guðs og beitum vopnum réttlætisins með hægri hendi* og vinstri.*  Við fáum bæði heiður og vansæmd, gagnrýni og hrós. Við erum álitnir svikarar en segjum þó sannleikann,  óþekktir en erum þó vel þekktir og að dauða komnir* en erum þó lifandi. Okkur virðist vera refsað* en við erum þó ekki framseldir til dauða. 10  Við virðumst hryggir en erum þó alltaf glaðir, fátækir en auðgum þó marga, allslausir en eigum þó allt. 11  Við höfum talað opinskátt við ykkur, Korintumenn, og við höfum gert rúmgott í hjörtum okkar. 12  Við höldum ekki aftur af kærleika okkar til ykkar en þið berið takmarkaðan kærleika til okkar. 13  Komið nú eins fram við okkur – ég tala við ykkur eins og börnin mín: Gerið líka rúmgott í hjörtum ykkar.* 14  Gangist ekki undir ok með vantrúuðum því að okið verður ójafnt.* Hvað eiga réttlæti og lögleysi saman að sælda? Eða hvað er sameiginlegt með ljósi og myrkri? 15  Og hvaða samhljómur er með Kristi og Belíar?* Eða hvað á hinn trúaði* sameiginlegt* með vantrúuðum? 16  Hvernig geta musteri Guðs og skurðgoð átt saman? Við erum musteri lifandi Guðs eins og Guð hefur sagt: „Ég mun búa meðal þeirra og ganga um meðal þeirra, ég verð Guð þeirra og þeir verða fólk mitt.“ 17  „‚Farið því burt frá þeim og aðgreinið ykkur,‘ segir Jehóva,* ‚hættið að snerta það sem er óhreint,‘“ „‚og ég mun taka ykkur að mér‘“. 18  „‚Og ég verð ykkur faðir og þið verðið mér synir og dætur,‘ segir Jehóva,* hinn almáttugi.“

Neðanmáls

Hugsanlega til sóknar.
Hugsanlega til varnar.
Eða „dauðasekir“.
Eða „Við virðumst fá ögun“.
Eða „Látið líka verða rúmgott hjá ykkur“.
Eða „Bindist ekki vantrúuðum“.
Dregið af hebresku orði sem merkir ‚einskis nýtur‘. Átt er við Satan.
Eða „trúföst manneskja“.
Eða „hvaða hlutdeild á hinn trúaði“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.