Hoppa beint í efnið

Ættum við að tilbiðja líkneski?

Ættum við að tilbiðja líkneski?

Svar Biblíunnar

 Nei, það ættum við ekki að gera. Í fræðiritinu New Catholic Encyclopedia er fjallað um lögin sem Guð gaf Ísraelsþjóðinni, þar segir: „Af ýmsum frásögum Biblíunnar má sjá að sönn tilbeiðsla á Guði var laus við tilbeiðslu á líkneskjum.“ Lítum á nokkur biblíuvers:

  •   „Þú skalt hvorki gera þér líkneski né neina eftirlíkingu af því sem er á himnum uppi eða því sem er á jörðu niðri eða í hafinu undir jörðinni. Þú skalt hvorki falla fram fyrir þeim né dýrka þau því að ég, Drottinn, Guð þinn, er vandlátur Guð.“ (2. Mósebók 20:4, 5) Þar sem Guð er vandlátur líkar honum ekki að við hyllum eða tilbiðjum líkneski, myndir, skurðgoð, styttur eða tákn.

  •   „Dýrð mína gef ég ekki öðrum né lof mitt úthöggnum líkneskjum.“ (Jesaja 42:8) Guð vill ekki að fólk noti líkneski til að tilbiðja hann. Þegar sumir Ísraelsmannanna reyndu að tilbiðja Guð með því að nota gullkálf sagði hann að þeir hefðu „drýgt hræðilega synd“. – 2. Mósebók 32:7-9, Holy Bible – Easy-to-Read Version.

  •   Við megum „eigi ætla að guðdómurinn sé líkur smíði af gulli, silfri eða steini, gerðri með hagleik og hugviti manna.“ (Postulasagan 17:29) Biblían segir að ólíkt heiðinni tilbeiðslu þar sem oft eru notuð líkneski ‚gerð með hagleik og hugviti manna‘ ættu kristnir menn að ‚lifa í trú án þess að sjá‘. – 2. Korintubréf 5:7.

  •   „Gætið ykkar á falsguðunum.“ (1. Jóhannesarbréf 5:21) Í fyrirmælum Biblíunnar bæði til Ísraelsþjóðarinnar og kristinna manna kemur aftur og aftur fram að Guð hefur ekki velþóknun á notkun líkneskja og skurðgoða í tilbeiðslu það er því greinilega falskenning.