Hoppa beint í efnið

Sagði Biblían fyrir um hugsunarhátt og hegðun fólks á okkar tímum?

Sagði Biblían fyrir um hugsunarhátt og hegðun fólks á okkar tímum?

Svar Biblíunnar

 Já, Biblían sagði að fólk myndi almennt breytast til hins verra á okkar tímum. Hún gefur til kynna að þessi breyting leiði til víðtækrar siðferðishnignunar og hruns á samfélagsgildum. a (2. Tímóteusarbréf 3:1–5) En Biblían sagði líka fyrir að sumir myndu ekki láta draga sig niður á þetta lága stig. Þess í stað myndu þeir sporna gegn neikvæðum áhrifum með hjálp Guðs og samræma hugarfar sitt og breytni vilja hans. – Jesaja 2:2, 3.

Í þessari grein

 Hvað sagði Biblían fyrir um hugsunarhátt og hegðun fólks á okkar tímum?

 Biblían lýsir margs konar neikvæðum eiginleikum og hegðun sem yrðu ríkjandi og eiga sér rætur í eigingirni. Fólk myndi ‚ekki hafa neina sjálfstjórn,‘ vera ‚eigngjarnt‘ og „elska nautnir frekar en Guð“. – 2. Tímóteusarbréf 3:2–4.

 Í fullu samræmi við spádóminn er fólk nú til dags oft gagntekið af sjálfu sér, eiginhagsmunum, að fullnægja löngunum sínum, að ná frama og þar fram eftir götunum. Þessi einkenni eru svo algeng að sumir hópar hafa verið kallaðir ég-kynslóðin og jafnvel ég-ég-ég-kynslóðin. Margir eru svo uppteknir af sjálfum sér að þeir „elska ekki hið góða“ og skortir hreinlega hæfnina að elska góða eiginleika. Þar sem þeir eru „vanþakklátir“ sjá þeir enga þörf á að sýna þakklæti fyrir það sem þeir hafa eða fyrir það sem aðrir gera fyrir þá. – 2. Tímóteusarbréf 3:2, 3.

 Eigingirni er rót annarra viðhorfa sem mynda tákn okkar tíma:

  •   Græðgi. Það er ekki óalgengt að menn ‚elski peninga‘ og meti velgengni sína út frá tekjum sínum og eigum. – 2. Tímóteusarbréf 3:2.

  •   Stolt. Margir eru „montnir, hrokafullir“ og „yfirlætisfullir“. (2. Tímóteusarbréf 3:2, 4) Þeir gera mikið úr hæfileikum sínum, kostum og auðæfum.

  •   Rógburður. Það er mikið um rógburð og lastmæli. (2. Tímóteusarbréf 3:2, 3) Þessi hugtök geta átt við þá sem móðga aðra eða Guð og þá sem ljúga um þá.

  •   Þrjóska. Margir eru „ótrúir“, „ósáttfúsir“, „sviksamir“ og „þverir“. (2. Tímóteusarbréf 3:2–4) Þeir sýna þessa eiginleika með því að neita því að fara samningaleiðina, að leita lausna eða að virða samkomulag sem þegar hefur verið gert.

  •   Ofbeldi. Margir eru „grimmir“ nú á tímum og eru fljótir til að reiðast sem leiðir oft til hrottaskapar. – 2. Tímóteusarbréf 3:3.

  •   Lögleysi. Jesús sagði fyrir að ‚lögleysi myndi magnast‘ á okkar tímum. (Matteus 24:12) Hann sagði fyrir um útbreiddar ‚óeirðir og uppreisnir‘. – Lúkas 21:9, neðanmáls.

  •   Skortur á kærleika innan fjölskyldunnar. Þeir sem eru „óhlýðnir foreldrum“ og „kærleikslausir“ innan fjölskyldunnar hafa leitt bylgju vanrækslu, misnotkunar og heimilisofbeldis yfir samfélagið. – 2. Tímóteusarbréf 3:2, 3.

  •   Trúarhræsni. Sífellt fleiri ‚sýnast bara vera guðræknir út á við‘. (2. Tímóteusarbréf 3:5) Í stað þessa að beygja sig undir vilja Guðs fylgja þeir trúarleiðtogum sem segja það sem þeir vilja heyra. – 2. Tímóteusarbréf 4:3, 4.

 Hvaða áhrif myndi eigingjarnt fólk hafa á aðra?

 Gengdarlaus eigingirni hefur leitt til faraldurs af andlegum og tilfinningarlegum þjáningum. (Prédikarinn 7:7) Sumir sem elska peninga arðræna aðra. Fólk sem er kærleikslaust misnotar stundum einhverja innan fjölskyldunnar, en það getur leitt til þunglyndis eða sjálfsvíshugsana. Og sérhver svikari skilur eftir tilfinningarleg ör á fórnarlömbum sínum.

 Hvers vegna myndi fólk almennt hneigjast til verri vegar?

 Biblían segir frá undirliggjandi ástæðum fyrir þessum breytingunum:

  •   Sannur kærleikur til Guðs og náungans fer dvínandi. (Matteus 24:12) Þar með eykst eigingirni.

  •   Satan Djöflinum hefur verið varpað frá himnum og er einskorðaður við nágrenni jarðarinnar. (Opinberunarbókin 12:9, 12) Upp frá því hafa illskufull og eigingjörn áhrif hans á mannkyndið vaxið. – 1. Jóhannesarbréf 5:19.

 Hvernig ættum við að bregðast við neikvæðum breytingum í fari fólks?

 Orð Guðs segir: „Forðastu þá.“ (2. Tímóteusarbréf 3:5) Þetta merkir ekki að við eigum að einangra okkur frá samfélaginu. Þess í stað ættum við að forðast að verða nánir vinir þeirra sem lifa eigingjörnu og guðlausu lífi. – Jakobsbréfið 4:4.

 Myndu allir verða verri?

 Nei. Biblían sagði fyrir að sumir myndu „andvarpa og stynja yfir öllum þeim viðbjóði sem viðgengst“. (Esekíel 9:4) Þeir myndu hafna eigingirni og láta siðgæðismælikvarða Guðs leiðbeina sér. Talsmáti þeirra og breytni myndi skera sig úr miðað við það sem tíðkaðist í samfélaginu. (Malakí 3:16, 18) Þeir myndu til dæmis leitast við að varðveita frið við alla og hvorki taka þátt í styrjöldum né ofbeldi. – Míka 4:3.

 Á allt samfélag manna endanlega eftir að sökkva niður í glundroða?

 Nei. Það verður ekki algert samfélagshrun. Fyrr mun Guð fjarlægja þá sem eru staðráðnir að hunsa siðgæðismælikvarða hans. (Sálmur 37:38) Hann mun koma á fót „nýrri jörð“ – nýju samfélagi manna hér á jörð – þar sem hinir mildu munu lifa í friði að eilífu. (2. Pétursbréf 3:13; Sálmur 37:11, 29) Þessi von er ekki hugarburður. Biblían hjálpar fólki á okkar tímum að breyta lífi sínu til samræmist við rétta leið Guðs. – Efesusbréfið 4:23, 24.

a Spádómar Biblíunnar og ástandið í heiminum staðfesta að við lifum á „síðustu dögum“ sem myndu „verða hættulegir og erfiðir tímar“. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Til að fá frekari upplýsingar, sjá greinina „Hvert er tákn hinna ‚síðustu daga‘ eða ‚tíma endalokanna‘?