Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

12HLUTI

Hvernig skipuleggjum við boðunarstarfið?

Hvernig skipuleggjum við boðunarstarfið?

Spánn

Hvíta-Rússland

Hong Kong

Perú

Skömmu fyrir dauða sinn sagði Jesús: „Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.“ (Matteus 24:14) En hvernig átti að haga þessu boðunarstarfi? Jesús gaf fyrirmyndina um það meðan hann var á jörð. – Lúkas 8:1.

Við heimsækjum fólk. Jesús kenndi lærisveinum sínum að boða fagnaðarerindið hús úr húsi. (Matteus 10:11-13; Postulasagan 5:42; 20:20) Trúboðar fyrstu aldar fengu afmarkað svæði til að starfa á. (Matteus 10:5, 6; 2. Korintubréf 10:13) Boðunarstarf okkar er einnig vel skipulagt og hver söfnuður fær ákveðið svæði þar sem hann á að boða trúna. Þannig getum við ,prédikað fyrir alþjóð og vitnað‘ eins og Jesús gaf fyrirmæli um. – Postulasagan 10:42.

Við reynum að ná til fólks hvar sem það er að finna. Jesús prédikaði einnig fyrir fólki á almannafæri, svo sem á strönd Galíleuvatns eða við brunn utan borgar. (Markús 4:1; Jóhannes 4:5-15) Við tökum fólk líka tali til að ræða við það um Biblíuna hvar sem færi gefst – á götum úti, í fyrirtækjum, í almenningsgörðum eða símleiðis. Við vitnum fyrir nágrönnum, vinnufélögum, skólafélögum og ættingjum eftir því sem við á. Með þessum hætti höfum við gert milljónum manna um heim allan kleift að heyra fagnaðarboðskapinn. – Sálmur 96:2.

Langar þig til að segja einhverjum frá fagnaðarerindinu um ríki Guðs? Langar þig til að lýsa fyrir honum hvaða áhrif það getur haft á framtíð hans? Dragðu þá ekki að koma fagnaðarerindinu á framfæri.

  • Hvert er „fagnaðarerindið“ sem á að boða?

  • Hvernig líkja vottar Jehóva eftir boðunaraðferðum Jesú?