Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

5HLUTI

Hvað áttu eftir að upplifa á safnaðarsamkomum hjá okkur?

Hvað áttu eftir að upplifa á safnaðarsamkomum hjá okkur?

Argentína

Síerra Leóne

Belgía

Malasía

Margir eru hættir að sækja guðsþjónustur af því að þeir fá hvorki hughreystingu né svör við stóru spurningunum í lífinu. Hvers vegna ættirðu þá að sækja safnaðarsamkomur hjá Vottum Jehóva? Hvað skyldir þú upplifa þar?

Gleðina að vera meðal fólks sem er annt um þig. Kristnir menn á fyrstu öld skiptust í söfnuði og héldu samkomur til að tilbiðja Guð, ræða efni Biblíunnar og uppörva hver annan. (Hebreabréfið 10:24, 25) Andrúmsloftið var kærleiksríkt og þeir fundu að þeir voru meðal vina – trúsystkina sinna. (2. Þessaloníkubréf 1:3; 3. Jóhannesarbréf 14, 15) Við fylgjum þessari fyrirmynd og finnum til sömu gleði og þeir.

Þú lærir að tileinka þér meginreglur Biblíunnar. Karlar, konur og börn safnast saman líkt og gert var á biblíutímanum. Hæfir kennarar nota Biblíuna til að sýna okkur fram á hvernig við getum lifað eftir meginreglum hennar dagsdaglega. (5. Mósebók 31:12; Nehemíabók 8:8) Allir mega taka þátt í almennum umræðum og söng. Það gefur okkur tækifæri til að tjá vonina sem við berum í brjósti. – Hebreabréfið 10:23.

Þú styrkir trúna á Guð. Páll postuli skrifaði einum af söfnuðunum á fyrstu öld: „Ég þrái að sjá ykkur . . . svo að þið styrkist eða réttara sagt: Svo að við getum uppörvast saman í sömu trú, ykkar og minni.“ (Rómverjabréfið 1:11, 12) Með því að hitta trúsystkini að staðaldri á samkomum styrkjum við trúna og verðum enn ákveðnari í að lifa eftir meginreglum Biblíunnar.

Hvernig væri að þiggja boðið og sækja næstu safnaðarsamkomu? Þá geturðu kynnst þessu af eigin raun. Það verður tekið vel á móti þér. Aðgangur að öllum samkomum er ókeypis og engin fjáröflun fer fram.

  • Hver er fyrirmyndin að safnaðarsamkomum okkar?

  • Hvernig er það okkur til góðs að sækja safnaðarsamkomur?