Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

25HLUTI

Hvers vegna byggjum við ríkissali og hvernig?

Hvers vegna byggjum við ríkissali og hvernig?

Bólivía

Nígería, fyrir og eftir

Tahítí

Guðsríki er kjarninn í boðskap Biblíunnar og var líka kjarninn í boðun Jesú. Nafnið ríkissalur ber með sér að þetta ríki er mikið til umræðu þar. – Lúkas 8:1.

Þeir eru miðstöðvar sannrar tilbeiðslu á svæðinu. Þeir eru notaðir til að skipuleggja boðunarstaf votta Jehóva á svæðinu sem söfnuðurinn starfar á. (Matteus 24:14) Ríkissalir eru misstórir og breytilegir að gerð en allir eru þeir látlausir og hýsa oft fleiri en einn söfnuð. Á síðustu árum höfum við byggt tugþúsundir nýrra ríkissala (að meðaltali fimm á dag) til að halda í við fjölgun safnaða og boðbera. Hvernig er þetta hægt? – Matteus 19:26.

Þeir eru byggðir fyrir framlög sem lögð eru í sameiginlegan sjóð. Þessi framlög eru send deildarskrifstofunni þannig að söfnuðir geti fengið fjármagn til að byggja eða endurbæta ríkissal.

Fjölbreyttur hópur ólaunaðra sjálfboðaliða reisir ríkissalina. Víða um lönd eru starfandi teymi byggingarmanna sem reisa ríkissali. Þessi teymi fara milli safnaða innanlands, jafnvel til afskekktra svæða, og stýra framkvæmdum á hverjum stað. Í öðrum löndum hafa verið skipaðar svæðisbyggingarnefndir til að hafa umsjón með byggingu og endurbótum á ríkissölum á ákveðnu svæði. Enda þótt reyndir iðnaðarmenn á svæðinu bjóði fram krafta sina þá eru boðberar í söfnuðinum á staðnum stærstur hluti vinnuaflsins. Allt er þetta gerlegt vegna anda Jehóva og vegna þess að allir leggja sig fram af heilum hug. – Sálmur 127:1; Kólossubréfið 3:23.

  • Af hverju köllum við samkomuhús okkar ríkissali?

  • Hvað gerir okkur kleift að byggja ríkissali út um allan heim?