Hoppa beint í efnið

Hvað hefur Guð mörg nöfn?

Hvað hefur Guð mörg nöfn?

Svar Biblíunnar

 Guð ber aðeins eitt eiginnafn. Það er skrifað יהוה á hebresku og venjulega þýtt Jehóva eða Jahve á íslensku. a Guð sagði fyrir munn Jesaja spámanns: „Ég er Jahve, það er nafn mitt.“ (Jes 42:8, Biblían 1908) Nafnið stendur um 7.000 sinnum í fornum biblíuhandritum – miklu oftar en nokkrir titlar sem notaðir eru yfir Guð eða eiginnafn nokkurs annars. b

Hefur Guð önnur nöfn?

 Þótt Guð hafi samkvæmt Biblíunni aðeins eitt eiginnafn hefur hann líka marga lýsandi titla. Eftirfarandi listi sýnir nokkra slíka titla. Hver þeirra lýsir ákveðnum þætti í eðli Jehóva eða persónuleika.

Titill

Tilvitnun

Skýring

Allah

(Engin)

Titill en ekki eiginnafn. Orðið merkir „Guð“ og er dregið af arabíska orðinu „Allah“. Í biblíuþýðingum á arabísku og öðrum tungumálum er „Allah“ notað sem jafngildi orðsins „Guð“.

Almáttugur

1. Mósebók 17:1

Býr yfir óviðjafnanlegum krafti. Hebreska orðasambandið ʼEl Shad·daiʹ, „Almáttugur Guð“, kemur fyrir sjö sinnum á frummálum Biblíunnar.

Alfa og Ómega

Opinberunarbókin 1:8; 21:6; 22:13

Titlarnir „hinn fyrsti og hinn síðasti“ eða „upphafið og endirinn“ fela í sér að enginn almáttugur Guð hafi verið til á undan Jehóva og að enginn verði til eftir hann. (Jesaja 43:10) Alfa er fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu og Ómega sá síðasti.

Hinn aldni

Daníel 7:9, 13, 22

Á sér ekkert upphaf. Hann var til um eilífð áður en nokkur eða nokkuð annað varð til. – Sálmur 90:2.

Faðir

Matteus 6:9

Lífgjafi.

Guð

1. Mósebók 1:1

Sá sem er tilbeðinn; er voldugur. Hebreska orðið ,Elo·him‘ er fleirtala og lýsir tign Jehóva, virðuleika hans eða yfirburðum.

Guð guðanna

5. Mósebók 10:17

Hinn hæsti Guð, andstæða skurðgoða sem sumir tilbiðja. – Jesaja 2:8.

Lærifaðir

Jesaja 30:20, 21

Kennir og veitir gagnlega leiðsögn. – Jesaja 48:17, 18.

Skapari

Sálmur 149:2

Skapaði alla hluti. – Opinberunarbókin 4:11.

Hinn sæli Guð

1. Tímóteusarbréf 1:11, Biblían 1912.

Gleði og hamingja einkennir hann. – Sálmur 104:31.

Sá sem heyrir bænir

Sálmur 65:3.

Hlustar sjálfur á allar bænir sem eru bornar fram í trú.

Ég er sá sem ég er

2. Mósebók 3:14

Hann reynist verða hvaðeina sem er nauðsynlegt til að uppfylla loforð sín. Í vönduðum þýðingum hafa þessi orð verið þýdd: „Ég verð sá sem ég verð.“ (The Emphasised Bible, eftir J. B. Rotherham; New World Translation) Þessi lýsing skýrir betur nafn hans, Jehóva, sem kemur fram í næsta versi í þessum þýðingum. – 2. Mósebók 3:15.

Hinn vandláti

2. Mósebók 34:14

Sá sem umber enga samkeppni. Þetta hugtak hefur líka verið þýtt „umber ekki keppinauta“ og „þekktur fyrir að krefjast óskiptrar hollustu“. – God’s Word Bible; New World Translation.

Konungur aldanna

Opinberunarbókin 15:3

Stjórn hans hefur hvorki upphaf né endi.

Drottinn

Sálmur 135:5

Eigandi eða húsbóndi; á hebresku ʼha Adhohnʹ og ʼAdho·nimʹ.

Drottinn allsherjar

Jesaja 1:9; Rómverjabréfið 9:29

Ræður yfir miklum englasveitum. Titillinn „Drottinn allsherjar“ er líka stundum þýddur „Jehóva hersveitanna“. – Rómverjabréfið 9:29, New World Translation.

Hinn hæsti

Sálmur 47:3

Sá sem gegnir æðstu stöðu.

Hinn heilagi

Orðskviðirnir 9:10

Heilagri (siðferðilega hreinni og óspilltari) en nokkur annar.

Leirkerasmiður

Jesaja 64:7

Hefur vald yfir einstaklingum og þjóðum eins og leirkerasmiður hefur leirinn á valdi sínu. – Rómverjabréfið 9:20, 21.

Lausnari

Jesaja 41:14

Endurheimtir eða leysir mannkynið til sín frá synd og dauða fyrir tilstilli lausnarfórnar Jesú Krists. – Jóhannes 3:16.

Bjarg

Sálmur 18:3, 47

Háborg og hjálpræði.

Frelsari

Jesaja 45:21

Frelsar frá hættu og eyðingu.

Hirðir

Sálmur 23:1

Annast þá sem tilbiðja hann.

Drottinn Guð

1. Mósebók 15:2

Fer með æðstu völdin; á hebresku Adhonai.

Hinn æðsti

Daníel 7:18, 27

Æðsti drottnari.

Staðarnöfn í Hebresku ritningunum

Eiginnafn Guðs er hluti af sumum staðarnöfnum sem er að finna í Biblíunni en þetta eru ekki nöfn sem hann ber.

Staðarnöfn

Tilvitnun

Skýring

Drottinn sér

 1. Mósebók 22:13, 14

„Á fjallinu birtist Drottinn.“

Drottinn er hermerki mitt

 2. Mósebók 17:15

Jehóva er Guð sem fólk hans getur leitað til þegar það þarfnast verndar og hjálpar. – 2. Mósebók 17:13-16.

Drottinn er friður

Dómarabókin 6:23, 24

Drottinn er hér

Esekíel 48:35.

Hvers vegna ættum við að þekkja og nota nafn Guðs?

  • Guði hlýtur að finnast eiginnafn sitt, Jehóva, mikilvægt því hann hefur séð til þess að það komi mörg þúsund sinnum fyrir í Biblíunni. – Malakí 1:11.

  • Jesús, sonur Guðs, sýndi hvað eftir annað að nafn Guðs væri mikilvægt og lagði áherslu á það. Hann sagði til dæmis í bæn til Jehóva: „Helgist þitt nafn.“ – Matteus 6:9; Jóhannes 17:6.

  • Þeir sem kynnast Guði og nota nafn hans eru byrjaðir að byggja upp vináttusamband við Jehóva. (Sálmur 9:11; Malakí 3:16) Slík vinátta gerir þeim kleift að njóta góðs af loforði Guðs: „Þar sem hann er mér trúr bjarga ég honum, ég vernda hann því að hann þekkir nafn mitt.“ – Sálmur 91:14.

  • Biblían staðfestir að ,til séu svonefndir guðir, hvort heldur er á himni eða á jörðu – enda eru margir guðir og margir drottnar.‘ (1. Korintubréf 8:5, 6) Samt bendir hún skýrt á hinn eina sanna Guð, Jehóva, með nafni. – 2. Mósebók 6:3, neðanmáls.

a Sumir hebreskufræðingar telja að „Jahve“ sé réttari framburður á nafni Guðs.

b Finna má styttri útgáfu af nafni Guðs, „Jah“, um 50 sinnum í Biblíunni, meðal annars sem hluta af orðinu „hallelúja“ sem merkir „lofið Jah“. – Opinberunarbókin 19:1.