Hoppa beint í efnið

Hvernig lítur Djöfullinn út?

Hvernig lítur Djöfullinn út?

Svar Biblíunnar

 Djöfullinn er ósýnileg andavera og hefur því ekki líkama sem við getum séð. – Efesusbréfið 6:11, 12.

 Margir listamenn hafa teiknað Djöfulinn þannig að hann líkist geit með horn og hala sem heldur á kvísl. Sumir álíta að slíkar myndir af Djöflinum hafi fyrst verið teiknaðar af listamönnum sem voru uppi fyrir meira en 1.000 árum og voru undir áhrifum þjóðsagna og fornra goðsagna.

 Hvernig er Djöflinum lýst í Biblíunni?

 Í Biblíunni eru notaðar mismunandi líkingar til að lýsa Djöflinum. Þær lýsa ekki útliti hans heldur persónuleika. Sumar þeirra eru:

  •   Ljósengill. Hann þykist hafa eitthvað gott fram að færa til að reyna að fá fólk til að fylgja kenningum hans en ekki Guðs. – 2. Korintubréf 11:14.

  •   Öskrandi ljón. Hann ræðst grimmilega á tilbiðjendur Guðs. – 1. Pétursbréf 5:8.

  •   Mikill dreki. Hann er hræðilegur, öflugur og veldur skaða. – Opinberunarbókin 12:9.