Hoppa beint í efnið

Skapaði Guð djöfulinn?

Skapaði Guð djöfulinn?

Svar Biblíunnar

 Í Biblíunni kemur skýrt fram að Guð hafi ekki skapað djöfulinn. Hann skapaði hins vegar þá persónu sem varð djöfullinn. Í Biblíunni segir um Guð: „Verk hans [eru] fullkomin og allir hans vegir réttlátir. Hann er trúfastur Guð og svikalaus, réttlátur og hreinlyndur.“ (5. Mósebók 32:3-5) Af þessu getum við dregið þá ályktun að Satan djöfullinn hafi upphaflega verið fullkominn og réttlátur. Hann var einn af englasonum Guðs.

 Í Jóhannesi 8:44 segir Jesús að djöfullinn hafi ekki verið „staðfastur í sannleikanum“ og gefur þar með í skyn að Satan hafi einu sinni verið sannorður og saklaus. – Biblían 1859.

 En eins og aðrar skynsemigæddar sköpunarverur Jehóva hafði engillinn, sem varð Satan, frjálsan vilja til að gera rétt eða rangt. Með því að velja leið, sem er í andstöðu við vilja Guðs, og fá fyrstu hjónin til að fylgja sér, gerði hann sjálfan sig að Satan, sem þýðir „andstæðingur“. – 1. Mósebók 3:1-5; Opinberunarbókin 12:9.