Hoppa beint í efnið

Er Satan djöfullinn raunverulegur?

Er Satan djöfullinn raunverulegur?

Svar Biblíunnar

 Já, Satan djöfullinn er raunverulegur. Hann er „höfðingi heimsins“, andavera sem fylltist illsku og gerði uppreisn gegn Guði. (Jóhannes 14:30; Efesusbréfið 6:11, 12) Biblían afhjúpar persónuleika djöfulsins með eftirfarandi nöfnum sem lýsa honum:

Ekki táknmynd illskunnar eða vondra eiginleika

 Sumir álíta að Satan djöfullinn sé bara táknmynd illskunnar sem býr innra með okkur. En í Biblíunni er að finna samræður milli Guðs og Satans. Guð er fullkominn og þess vegna getur ekki verið að hann sé að tala við illskuna í sjálfum sér. (5. Mósebók 32:4; Jobsbók 2:1-6) Auk þess freistaði Satan Jesú sem er syndlaus. (Matteus 4:8-10; 1. Jóhannesarbréf 3:5) Þannig sýnir Biblían að djöfullinn er raunverulegur en ekki bara persónugervingur illskunnar.

 Ætti það að koma okkur á óvart að margir skuli ekki trúa því að Satan djöfullinn sé raunverulegur? Nei, alls ekki því að Biblían segir að Satan beiti blekkingum til að ná markmiðum sínum. (2. Þessaloníkubréf 2:9, 10) Eitt áhrifaríkasta kænskubragð Satans hefur verið að blinda huga fjölda fólks fyrir því að hann sé til. – 2. Korintubréf 4:4.

Fleiri ranghugmyndir um djöfulinn

Ranghugmynd: Lúsífer er annað nafn á djöflinum.

 Staðreynd: Hebreska orðið, sem er þýtt ,Lúsífer‘ í sumum biblíum, þýðir „ljósberi“. (Jesaja 14:12) Samhengið sýnir að þetta orð vísar til konungsættar Babýlonar sem Guð auðmýkti sökum hroka hennar. (Jesaja 14:4, 13-20) Orðið „ljósberi“ var notað til að hæða konungsætt Babýlonar eftir að henni var steypt af stóli.

Ranghugmynd: Satan vinnur sem „saksóknari“ fyrir Guð.

 Staðreynd: Satan djöfullinn er óvinur Guðs, ekki þjónn hans. Djöfullinn er andstæðingur þeirra sem þjóna Guði og ákærir þá á röngum forsendum. – 1. Pétursbréf 5:8; Opinberunarbókin 12:10.