Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HVERNIG ER HÆGT AÐ RJÚFA VÍTAHRING HATURS?

4 | Sigrumst á hatri með hjálp Guðs

4 | Sigrumst á hatri með hjálp Guðs

Biblían segir:

„Ávöxtur andans er … kærleikur, gleði, friður, þolinmæði, góðvild, gæska, trú, mildi og sjálfstjórn.“ GALATABRÉFIÐ 5:22, 23.

Hvað merkir það?

Það er mögulegt að rjúfa vítahring haturs með hjálp Guðs. Heilagur andi getur gert okkur kleift að þroska eiginleika sem við gætum aldrei tileinkað okkur án hjálpar. Frekar en að reyna að uppræta hatur í eigin mætti ættum við að treysta á hjálpina sem Guð gefur. Ef við gerum það getum við upplifað eitthvað svipað og Páll postuli lýsti með þessum orðum: „Ég get tekist á við hvað sem er vegna hans sem gefur mér kraft.“ (Filippíbréfið 4:13) Þá getum við með sanni sagt: „Hjálp mín kemur frá Jehóva.“ – Sálmur 121:2.

Hvað getur þú gert?

„Áður var ég ofbeldisfullur maður en nú er ég friðsamur.“ – WALDO

Biddu Jehóva í einlægni um heilagan anda. (Lúkas 11:13) Biddu hann að hjálpa þér að sýna góða eiginleika í lífi þínu. Rannsakaðu hvað Biblían segir um kærleika, frið, þolinmæði og sjálfstjórn en allt þetta spornar gegn hatri. Leitaðu leiða til að þroska með þér þessa eiginleika. Verðu tíma með þeim sem eru sama sinnis. Slíkir vinir geta ‚hvatt þig til kærleika og góðra verka‘. – Hebreabréfið 10:24.