Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Skiptir mælikvarði Biblíunnar á rétt og rangt máli nú á dögum?

Skiptir mælikvarði Biblíunnar á rétt og rangt máli nú á dögum?

 Mörgum, jafnvel fólki sem segist vera kristið, finnst siðgæðismælikvarði Biblíunnar hvað varðar kynlíf og hjónaband úreltur. Sumar kirkjudeildir hafa breytt kenningum sínum um rétta og ranga breytni til að vera í takt við tímann. Skiptir mælikvarði Biblíunnar á rétt og rangt einhverju máli nú á dögum? Já. Skoðum rökin fyrir því.

Fólk þarfnast mælivarða Guðs á rétt og rangt

 Maðurinn var skapaður þannig að hann þarfnaðist leiðsagnar skapara síns. Biblían segir: „Hann getur ekki einu sinni stýrt skrefum sínum á göngunni.“ (Jeremía 10:23) Þó svo að Jehóva a hafi skapað okkur með getu til að taka ákvarðanir þá gaf hann okkur hvorki leyfi né hæfni til að ákveða sjálf hvað væri rétt eða rangt. Hann vill að við reiðum okkur á sig í þeim efnum. – Orðskviðirnir 3:5.

 Siðgæðismælikvarða Guðs er að finna í Biblíunni. Hugleiddu hvers vegna hann er svo dýrmætur.

  •   Guð skapaði okkur. (Sálmur 100:3) Sem skapari okkar veit Jehóva nákvæmlega hvers við þörfnumst til að vera heilbrigð og hamingjusöm líkamlega, andlega og tilfinningalega. Hann veit líka hverjar afleiðingarnar eru ef við hunsum leiðsögn hans. (Galatabréfið 6:7) Þar að auki vill hann okkur allt hið besta. Það er ástæðan fyrir því að Biblían segir að Guð ‚kenni þér það sem er þér fyrir bestu og vísi þér veginn sem þú átt að ganga‘. – Jesaja 48:17.

  •   Langanir okkar geta villt um fyrir okkur. Margir halda að þeir geti dæmt um hvað sé rétt eða rangt með því að fylgja hjarta sínu – löngunum sínum og þrám. En Biblían segir að ‚hjartað sé svikulla en nokkuð annað og örvæntingarfullt‘. (Jeremía 17:9) Ef hjarta okkar er ekki uppfrætt af visku Guðs leiðir það okkur á braut sem við munum sjá eftir. – Orðskviðirnir 28:26; Prédikarinn 10:2.

Ættu trúarleiðtogar að líta fram hjá því sem Biblían segir um rétt og rangt?

 Nei, Biblían segir okkur sannleikann um Guð og um þá breytni sem honum er velþóknanleg. (1. Korintubréf 6:9–11; Galatabréfið 5:19–23) Hann vill að fólk kynnist þessum sannindum. (1. Tímóteusarbréf 2:3, 4) Þess vegna verða þjónar orðsins að kenna það sem orð Guðs segir. – Títusarbréfið 1:7–9.

 Margt fólk sem vill ekki heyra siðgæðismælikvarða Biblíunnar velur kennara sem segja það „sem það sjálft vill heyra“. (2. Tímóteusarbréf 4:3, sjá neðanmáls) En orð Guðs inniheldur þessa alvarlegu viðvörun: „Ógæfa kemur yfir þá sem kalla hið góða illt og hið illa gott.“ (Jesaja 5:20) Það er ljóst að Guð mun kalla trúarleiðtoga til ábyrgðar sem kenna fólki ekki hvað Guð segir um rétt og rangt.

Stuðla siðgæðisgildi Biblíunnar að umburðarleysi?

 Nei. Þeir sem vilja vera Guði þóknanlegir fylgja fordæmi og kenningum Jesú Krists. Hann kenndi fylgjendum sínum að dæma ekki aðra heldur að sýna öllum kærleika og virðingu. – Matteus 5:43, 44; 7:1.

 Jesús kenndi fylgjendum sínum að fara eftir siðgæðismælikvarða Guðs í eigin lífi. En þeir áttu líka að sætta sig við það að aðrir kysu annars konar lífsstefnu. (Matteus 10:14) Hann leyfði fylgjendum sínum ekki að nota stjórnmál né nokkrar aðrar leiðir til að þröngva sjónarmiði Guðs upp á aðra. – Jóhannes 17:14, 16; 18:36.

Hvaða hagur er af því að lifa eftir siðgæðisgildum Biblíunnar?

 Þeir sem leitast við að fylgja mælikvarða Guðs á rétt og rangt njóta góðs af núna og í framtíðinni. – Sálmur 19:8, 11. Þar má nefna:

a Jehóva er nafn Guðs samkvæmt frummálum Biblíunnar. – Sálmur 83:18.