Hoppa beint í efnið

Neyða vottar Jehóva börnin sín til að verða vottar?

Neyða vottar Jehóva börnin sín til að verða vottar?

 Nei, því að það er ákvörðun hvers og eins að þjóna Guði. (Rómverjabréfið 14:12) Vottar Jehóva kenna börnunum sínum meginreglur Biblíunnar en þegar þau eru orðin eldri þurfa þau sjálf að ákveða hvort þau ætli að verða vottar Jehóva. – Rómverjabréfið 12:2; Galatabréfið 6:5.

 Líkt og flestir foreldrar vilja vottar Jehóva börnunum sínum það besta. Þeir kenna börnum sínum það sem þeir telja vera gott fyrir þau eins og gagnlega kunnáttu, siðferðilegar meginreglur og trúarkenningar. Vottar Jehóva trúa því að Biblían stuðli að besta mögulega lífinu. Þeir reyna því að kenna börnum sínum gildi hennar með biblíunámi og með því að sækja samkomur ásamt börnunum. (5. Mósebók 6:6, 7) Hvert barn getur síðan þegar það er orðið eldra tekið meðvitaða ákvörðun um hvort það ætli að tileinka sér trú foreldra sinna.

 Skíra vottar Jehóva ungbörn?

 Nei. Ungbarnaskírn samræmist ekki Biblíunni. Hún segir til dæmis frá því að kristnir menn á fyrstu öld „tóku fúslega við“ boðskapnum þegar þeir heyrðu hann og iðruðust. (Postulasagan 2:14, 22, 38, 41) Til að geta skírst þarf maður sem sagt að vera nógu gamall til að skilja kenningar Biblíunnar. Maður þarf líka að trúa þeim og hafa tekið ákvörðun um að lifa eftir þeim. Það er ekki eitthvað sem ungbarn getur gert.

 Börn þroskast og gætu með tímanum valið að skírast. En til þess verða þau að skilja ábyrgðina sem fylgir því.

 Sniðganga vottar Jehóva börnin sín ef þau ákveða að skírast ekki?

 Nei. Jafnvel þótt það særi foreldra sem eru vottar að barnið þeirra hafi ekki sömu trúarskoðanir og þeir þá elska þeir enn barnið sitt og þeir slíta ekki sambandinu við það bara vegna þess að það vill ekki verða vottur.

Hver og einn þarf, óháð aldri, að ákveða sjálfur hvort hann ætli að skírast eða ekki.

 Hvers vegna taka vottar Jehóva börnin sín með sér þegar þeir boða trúna?

 Við tökum börnin okkar með okkur af ýmsum ástæðum. a

  •   Biblían segir að foreldrar eigi að fræða börn sín um Guð og kenna þeim að tilbiðja hann. (Efesusbréfið 6:4) Tilbeiðsla felur í sér að játa trú sína opinberlega og þess vegna er boðunin mikilvægur þáttur í trúarkennslu barns. – Rómverjabréfið 10:9, 10; Hebreabréfið 13:15.

  •   Biblían hvetur sérstaklega ungt fólk til að ,lofa nafn Drottins‘. (Sálmur 148:12, 13) Mikilvæg leið til að lofa Guð er að segja öðrum frá honum. b

  •   Það er gott og gagnlegt fyrir börn að boða trúna með foreldrum sínum. Þau læra til dæmis að eiga samskipti við alls konar fólk og þau læra að sýna dýrmæta eiginleika eins og samúð, góðvild, virðingu og óeigingirni. Þau skilja líka betur biblíulegu ástæðurnar fyrir trú sinni.

 Taka vottar Jehóva þátt í hátíðisdögum eða öðrum hátíðahöldum?

 Vottar Jehóva taka ekki þátt í trúarlegum hátíðisdögum eða öðrum hátíðahöldum sem eru Guði vanþóknanleg. c (2. Korintubréf 6:14–17; Efesusbréfið 5:10) Við höldum til dæmis ekki upp á afmæli eða jól, sem eiga ekki uppruna sinn í kristinni trú.

 Við höfum samt sem áður ánægju af því að verja tíma með fjölskyldunni og vera gjafmild við börnin okkar. Í stað þess að láta dagatalið ráða því hvenær fjölskyldan hittist eða gefur gjafir þá gerum við það allan ársins hring.

Kristnir foreldrar hafa ánægju af að vera gjafmildir við börnin sín.

a Börn votta taka vanalega ekki þátt í boðuninni án þess að vera í fylgd foreldris eða annars fullorðins og ábyrgs einstaklings.

b Biblían nefnir fjölda barna sem glöddu Guð með því að segja öðrum frá trú sinni. – 2. Konungabók 5:1–3; Matteus 21:15, 16; Lúkas 2:42, 46, 47.

d Sumum nöfnum hefur verið breytt.