Hoppa beint í efnið

Er ríki Guðs innra með okkur?

Er ríki Guðs innra með okkur?

Svar Biblíunnar

 Nei, Guðsríki er ekki tilfinning í hjarta kristinna manna. a Biblían bendir á hvar það er með því að kalla það „himnaríki“. (Matteus 4:17) Biblían sýnir að ríki Guðs er raunveruleg stjórn sem ríkir frá himnum. Skoðaðu rökin.

 Biblían kennir ekki að Guðsríki sé innra með okkur í þeim skilningi að það ríki í hjörtum okkar. En Biblían sýnir að „orðið um ríkið“ eða „fagnaðarerindið um ríkið“ getur og ætti að hafa áhrif á hjörtu okkar. – Matteus 13:19; 24:14.

Hvað þýða orðin „Guðs ríki er innra með yður“?

 Sumum finnst óljóst hvar Guðsríki er miðað við orðalagið í Lúkasi 17:21 í sumum biblíuþýðingum. Til dæmis segir í íslensku biblíunni frá 2010 „Guðs ríki er innra með yður“. Til að skilja þetta vers rétt er nauðsynlegt að skoða samhengið.

Guðsríki var ekki innra með eða í hjarta hinna forhertu og grimmu andstæðinga Jesú.

 Jesús var að tala við faríseana, en það var hópur trúarleiðtoga sem var á móti honum og átti þátt í að láta taka hann af lífi. (Matteus 12:14; Lúkas 17:20) Er rökrétt að álykta að Guðsríki hafi verið tilfinning í forhertum hjörtum þeirra? Jesús sagði þeim að þeir væru „að innan fullir hræsni og ranglætis“. – Matteus 23:27, 28.

 Neðanmáls í íslensku biblíunni frá 2010 kemur fram skýrari merking orða Jesú í Lúkasi 17:21. Þar segir: „Guðs ríki er meðal yðar.“ Sama merking kemur fram í sumum öðrum þýðingum eins og New World Translation. Ríki Guðs var meðal faríseanna í þeim skilningi að Jesús, sá sem Guð hafði útnefnt til að ríkja sem konungur, stóð mitt á meðal þeirra. – Lúkas 1:32, 33.

a Margar kirkjudeildir kenna að Guðsríki sé innra með fólki eða í hjarta þess. Tökum sem dæmi Suður-baptista í Bandaríkjunum sem lýstu yfir að „ríki Guðs ríki að hluta til í lífi og hjarta einstaklingsins“. Benedikt páfi sextándi tók í sama streng í bók sinni Jesús frá Nasaret og sagði: „Guðsríki kemur með hlustandi hjarta“.