Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HALTU VÖKU ÞINNI

Hvað er orðið um mannasiði? – Hvað segir Biblían?

Hvað er orðið um mannasiði? – Hvað segir Biblían?

 Mannasiðir eru á undanhaldi. Dónalegir sjúklingar öskra á lækna, ruddalegir kúnnar á veitingastöðum hella sér yfir þjónana, flugdólgar ráðast á flugfreyjur og -þjóna, óþekk börn hæðast að, ógna og ráðast á kennara sína og sumir stjórnmálamenn valda hneyksli með hegðun sinni á meðan aðrir stjórnmálamenn hrósa sér af eigin siðsemi.

 Biblían er traustur leiðarvísir um góða hegðun. Hún útskýrir líka hvers vegna fólk skortir mannasiði nú á dögum.

Hvað er orðið um mannasiði?

 Mannasiðir – góð, siðsöm og boðleg hegðun – eru greinilega á undanhaldi um allan heim.

  •   Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Gallup sögðu Bandaríkjamenn siðferðisgildi þar í landi vera orðin lægri en nokkurn tíma áður á síðastliðnum 22 árum.

  •   Í annarri könnun, sem yfir 32.000 manns í 28 löndum tóku þátt í, sögðust 65 prósent aldrei hafa séð eins mikinn skort á almennum mannasiðum.

 Biblían sagði fyrir um þá hegðun sem við sjáum nú á dögum.

  •   ‚Á síðustu dögum verða erfiðir tímar. Menn verða eigingjarnir, elska peninga, verða montnir, hrokafullir, lastmálir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, kærleikslausir og hafa enga sjálfstjórn.‘ – 2. Tímóteusarbréf 3:1–3.

 Lestu greinina „Sagði Biblían fyrir um hugsunarhátt og hegðun fólks á okkar tímum?“ til að fræðast meira um hvernig þessi spádómur er að uppfyllast nú á dögum.

Traustur leiðarvísir um góða hegðun

 Í heimi þar sem góð hegðun fer minnkandi hefur milljónum manna fundist Biblían frábær leiðarvísir. Ráð hennar í siðferðismálum eru „alltaf áreiðanleg, bæði nú og að eilífu“. (Sálmur 111:8) Skoðum nokkur dæmi:

  •   Biblían segir: „Allt sem þið viljið að aðrir geri fyrir ykkur skuluð þið gera fyrir þá.“ – Matteus 7:12.

     Hvað þýðir það? Við ættum að koma fram við aðra af virðingu og vinsemd alveg eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

  •   Biblían segir: „Núna þegar þið eruð hætt öllum blekkingum skuluð þið öll tala sannleika við náungann.“ – Efesusbréfið 4:25.

     Hvað þýðir það? Við ættum að vera heiðarleg í öllu sem við segjum og gerum.

 Nánari upplýsingar um þetta málefni er að finna í …