Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

4. Hluti

Hvernig annast á fjármálin

Hvernig annast á fjármálin

„Vel ráðin áform fá framgang.“ – Orðskviðirnir 20:18.

Við þurfum öll á peningum að halda til að sjá fjölskyldum okkar farborða. (Orðskviðirnir 30:8) Og peningar veita ákveðið öryggi. (Prédikarinn 7:12) Hjónum gæti fundist erfitt að ræða saman um fjármálin, en gerið peninga samt ekki að þrætuefni í hjónabandi ykkar. (Efesusbréfið 4:32) Hjón ættu að treysta hvort öðru og vinna saman þegar þau ákveða í hvað peningarnir fara.

1 SKIPULEGGIÐ FJÁRMÁLIN

BIBLÍAN SEGIR: „Hver yðar sest ekki fyrst við ef hann ætlar að reisa turn og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu?“ (Lúkas 14:28) Það er nauðsynlegt að þið skipuleggið saman hvernig þið ráðstafið peningunum ykkar. (Amos 3:3) Ákveðið hvað þið þurfið að kaupa og hve miklu þið hafið efni á að eyða. (Orðskviðirnir 31:16) Þótt þið hafið efni á að kaupa eitthvað er ekki þar með sagt að þið ættuð að gera það. Reynið að stofna ekki til skulda. Ráðstafið einungis þeim peningum sem þið eigið. – Orðskviðirnir 21:5; 22:7.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT:

  • Ef þið eigið peninga afgangs í lok mánaðarins skuluð þið ákveða í sameiningu hvernig þið ráðstafið þeim.

  • Ef þið náið ekki endum saman skuluð þið gera áætlun um hvernig þið getið dregið úr útgjöldum. Þið gætuð til dæmis eldað mat heima í stað þess að kaupa tilbúinn mat.

2 VERIÐ HREINSKILIN OG RAUNSÆ

BIBLÍAN SEGIR: „Sá sem segir sannleikann hispurslaust, mælir fram það sem rétt er.“ (Orðskviðirnir 12:17, Biblían 1981) Gefðu maka þínum ekki misvísandi upplýsingar um hversu mikils þú aflar og hversu miklu þú eyðir.

Ráðfærðu þig ávallt við makann áður en þú tekur mikilvægar ákvarðanir í peningamálum. (Orðskviðirnir 13:10) Ef þið talið saman um fjármálin hjálpar það ykkur að varðveita friðinn í hjónabandinu. Líttu svo á að tekjur þínar tilheyri ekki aðeins þér, heldur séu tekjur fjölskyldunnar. – 1. Tímóteusarbréf 5:8.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT:

  • Ákveðið í sameiningu hversu miklu hvort ykkar má eyða án þess að þurfa að ráðfæra sig við hitt.

  • Ræðið fjármálin strax, bíðið ekki eftir að upp komi vandamál.