Hoppa beint í efnið

Hvernig var farið með votta Jehóva á tímum helfararinnar?

Hvernig var farið með votta Jehóva á tímum helfararinnar?

 Á meðan á helförinni stóð dóu um 1.500 af þeim 35.000 vottum Jehóva sem bjuggu í Þýskalandi og öðrum löndum undir stjórn nasista. Dánarorsök er ekki þekkt í öllum tilvikum. Þar sem rannsóknum er enn ekki lokið geta tölur og smáatriði breyst.

 Hvernig dóu þeir?

  • Fallöxi sem nasistar notuðu.

      Aftökur: Næstum 400 vottar voru teknir af lífi í Þýskalandi og öðrum löndum undir stjórn nasista. Flestir þeirra voru leiddir fyrir rétt, dæmdir til dauða og hálshöggnir. Aðrir voru skotnir eða hengdir án dóms og laga.

  •   Skelfileg fangavist: Fleiri en 1.000 vottar dóu í fangabúðum og fangelsum nasista. Vinnuálag, pyntingar, hungur, kuldi, veikindi eða skortur á læknisaðstoð dró þá til dauða. Aðrir dóu stuttu eftir að þeir fengu frelsi í lok seinni heimstyrjaldarinnar vegna afleiðinga illu meðferðarinnar.

  •   Aðrar ástæður: Sumir vottar voru teknir af lífi í gasklefum, voru notaðir sem tilraunadýr í læknisfræðilegum rannsóknum eða voru gefnar banvænar sprautur.

 Hvers vegna voru þeir ofsóttir?

 Vottar Jehóva voru ofsóttir vegna þess að þeir héldu fast við kenningar Biblíunnar. Þegar nasistastjórnin krafðist þess að vottarnir gerðu það sem Biblían fordæmir neituðu þeir að hlýða. Þeir kusu „að hlýða Guði frekar en mönnum“. (Postulasagan 5:29) Skoðum hvernig þetta birtist með tvennum hætti.

  1.   Þeir voru hlutlausir í stjórnmálum. Vottar Jehóva undir nasistastjórninni voru hlutlausir í stjórnmálum, eins og vottar Jehóva um allan heim nú á dögum. (Jóhannes 18:36) Þess vegna neituðu þeir að ...

  2.   Þeir iðkuðu trú sína. Þótt vottum Jehóva væri bannað að iðka trú sína héldu þeir áfram að ...

    •   koma saman til að biðja til Guðs og tilbiðja hann. – Hebreabréfið 10:24, 25.

    •   boða boðskap Biblíunnar og dreifa biblíutengdum ritum. – Matteus 28:19, 20.

    •   sýna náunganum góðvild, þar á meðal Gyðingum. – Markús 12:31.

    •   halda fast við trú sína og neita að undirrita yfirlýsingu um að þeir afneituðu trúnni. – Markús 12:30.

 Prófessor Robert Gerwarth segir að vottar Jehóva hafi verið „eini hópurinn í þriðja ríkinu sem var ofsóttur einungis vegna trúar sinnar.“ a Samfangar votta Jehóva í fangabúðunum dáðust að einarðri afstöðu þeirra. „Þeir fara ekki í stríð. Þeir deyja frekar en að drepa aðra,“ sagði austurrískur fangi.

 Hvar dóu þeir?

  •   Fangabúðir: Meiri hluti þeirra votta Jehóva sem létu lífið dóu í fangabúðum. Þeir voru sendir í fangabúðir eins og Auschwitz, Buchenwald, Dachau, Flossenbürg, Mauthausen, Neuengamme, Niederhagen, Ravensbrück og Sachsenhausen. Staðfest hefur verið að aðeins í Sachsenhausen hafi um 200 vottar Jehóva látið lífið.

  •   Fangelsi: Sumir vottar voru pyntaðir til dauða í fangelsum. Aðrir dóu vegna áverka sem þeir hlutu í yfirheyrslum.

  •   Aftökustaðir: Flestir vottar Jehóva voru teknir af lífi í fangelsunum Plötzensee í Berlín, Brandenburg og Halle (Saale). Þar að auki hafa verið skráðir 70 aðrir staðir þar sem vottar voru teknir af lífi.

 Nokkrir þeirra sem voru teknir af lífi

  •  Nafn: Helene Gotthold

     Aftökustaður: Plötzensee í Berlín

     Helene, eiginkona og tveggja barna móðir, hafði verið handtekin nokkrum sinnum. Í yfirheyrslu árið 1937 var henni misþyrmt svo hrottalega að hún missti fóstur. Þann 8. desember 1944 var hún hálshöggvin með fallöxi í Plötzensee-fangelsinu í Berlín.

  •  Nafn: Gerhard Liebold

     Aftökustaður: Brandenburg

     Gerhard var tvítugur þegar hann var hálshöggvin 6. maí 1943, tveimur árum eftir að faðir hans var hálshöggvin í sama fangelsi. Hann skrifaði í kveðjubréfi til fjölskyldu sinnar og unnustu: „Ég hefði ekki getað gengið þessa braut án styrks frá Drottni.“

  •  Nafn: Rudolf Auschner

     Aftökustaður: Halle (Saale)

     Rudolf var aðeins 17 ára þegar hann var hálshöggvinn 22. september 1944. Hann skrifaði í kveðjubréfi til móður sinnar: „Margir bræður hafa gengið þessa braut og það mun ég líka gera.“

a Hitler’s Hangman: The Life of Heydrich (Böðull Hitlers: Líf Heydrichs), bls. 105.