Hoppa beint í efnið

Hvers vegna er beðið í Jesú nafni?

Hvers vegna er beðið í Jesú nafni?

Svar Biblíunnar

 Við eigum að biðja til Guðs í Jesú nafni af því að hann vill að við notum eingöngu þá leið til að nálgast sig. Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ (Jóhannes 14:6) Jesús sagði einnig við trúa postula sína: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni mun hann veita yður.“ – Jóhannes 16:23.

Fleiri rök fyrir því að biðja í Jesú nafni

  •   Þannig heiðrum við Jesú og Jehóva Guð föður hans. – Filippíbréfið 2:9-11.

  •   Þannig sýnum við þakklæti fyrir lausnarfórn Jesú sem ráðstöfun Guðs til að veita okkur hjálpræði. – Matteus 20:28; Postulasagan 4:12.

  •   Þannig viðurkennum við að Jesús gegni einstöku hlutverki sem milligöngumaður milli Guðs og manna.– Hebreabréfið 7:25.

  •   Þannig virðum við þjónustu Jesú í hlutverki æðsta prests sem getur hjálpað okkur að öðlast velþóknun Guðs. – Hebreabréfið 4:14-16.