Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI

Hefurðu stjórn á eigin lífi?

Hefurðu stjórn á eigin lífi?

HVAÐA framtíðarmarkmið hafðir þú þegar þú varst yngri? Langaði þig kannski að giftast, skara framúr á einhverju sviði eða eiga glæstan starfsferil? Lífið tekur þó stundum aðra stefnu en við ætluðum. Ófyrirsjáanleg atvik geta sett líf manns á hliðina. Sú varð raunin hjá Önju, Delinu og Gregory.

  • Anja, í Þýskalandi, var greind með krabbamein þegar hún var 21 árs og núna getur hún nánast ekkert farið út úr húsi.

  • Delina, í Bandaríkjunum, þjáist af vöðvaspennutruflun (dystonia). Þar að auki annast hún þrjá fatlaða bræður sína.

  • Gregory, í Kanada, er með lamandi kvíðaröskun.

Þrátt fyrir aðstæður sínar hafa Anja, Delina og Gregory tekið stjórnina á eigin lífi. Hvernig?

Þetta spakmæli er að finna í Biblíunni: „Látir þú hugfallast á degi neyðarinnar er máttur þinn lítill.“ (Orðskviðirnir 24:10) Greinilegt er að hugarfarið ræður úrslitum. Þeir sem láta undan neikvæðni missa þá litlu stjórn sem þeir kunna að hafa. En þeir sem eru jákvæðir ná oft að nýta þann kraft sem þeir eiga til að taka aftur stjórnina á eigin lífi.

Lestu um hvernig Önju, Delinu og Gregory tókst það.