Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI

Er ástæða til að halda áfram að lifa?

Er ástæða til að halda áfram að lifa?

EF ÞÚ hittir Evu * kæmistu að raun um að hún er mjög klár, vingjarnleg og félagslynd ung kona. En undir niðri leynist djúp örvænting sem hefur þau áhrif að henni finnst hún einskis virði. Þessi tilfinning varir dögum, vikum og jafnvel mánuðum saman. „Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um að deyja,“ segir hún. „Ég er sannfærð um að heimurinn væri betur settur án mín.“

„Sumar kannanir sýna að fyrir hvert sjálfsvíg geri 200 aðrir tilraun til að stytta sér aldur og 400 [til viðbótar] íhugi það.“ – KANADÍSKA DAGBLAÐIÐ THE GAZETTE.

Eva segir að hún myndi aldrei svipta sig lífi. En stundum sér hún engan tilgang í því að halda áfram að lifa. „Æðsta ósk mín er að lenda í slysi og deyja,“ segir hún. „Ég er farin að líta á dauðann sem vin frekar en óvin.“

Margir geta sett sig í spor Evu og sumir hafa jafnvel íhugað sjálfsvíg eða reynt að svipta sig lífi. Sérfræðingar benda hins vegar á að flestir sem reyna að stytta sér aldur vilji ekki deyja heldur aðeins binda enda á vanlíðan sína. Í stuttu máli sagt finnst þeim þeir hafa ástæðu til að deyja en þá vantar ástæðu til að lifa.

Er ástæða til að lifa áfram? Við skulum líta á þrjár ástæður til að halda áfram að lifa.

^ gr. 3 Nafninu er breytt.