Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Vængur fiðrildisins

Vængur fiðrildisins

VÆNGIR fiðrilda eru svo viðkvæmir að það þarf ekki nema örlítið ryk eða dálítinn raka til að fiðrildið eigi erfitt með flug. Hvernig fer fiðrildið að því að halda vængjunum hreinum og þurrum?

Vængur fiðrildisins er þakinn agnarsmáum hreisturflögum sem skarast.

Hugleiddu þetta: Vísindamenn við Ohio State-háskólann eru að rannsaka eina tegund draumfiðrilda (Morpho didius). Þeir hafa komist að því að yfirborð fiðrildisvængsins er alls ekki rennislétt þó að svo virðist vera séð með berum augum. Það er alþakið agnarsmáum hreisturflögum sem skarast líkt og þakskífur. Enn smærri samsíða grópir á yfirborði hreisturflaganna gera það að verkum að óhreinindi og vatn renna auðveldlega af vængnum. Verkfræðingar reyna að líkja eftir áferð fiðrildisvængsins til að húða tæki og áhöld notuð í iðnaði og til lækninga þannig að þau hrindi frá sér vatni og óhreinindum.

Vængur fiðrildisins er enn eitt dæmi um það hvernig vísindin reyna að líkja eftir hönnun í lífríkinu. Vísindamaðurinn Bharat Bhushan segir: „Náttúran er full af stórum og smáum tækniundrum sem hafa virkjað sköpunargáfu mannsins og hvatt hann til dáða svo öldum skiptir.“

Hvað heldur þú? Þróaðist vængur fiðrildisins eða býr hönnun að baki?