Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Klístrað vopn búldukóngulóarinnar

Klístrað vopn búldukóngulóarinnar

BÚLDUKÓNGULÓIN (Parasteatoda tepidariorum) spinnur vef með nægilega mikla viðloðun til að losna ekki frá vegg og nægilega litla viðloðun til að losna frá jörð. Vefurinn fangar því bráð á jörð eins og gildra með fjaðurbúnaði. Hvernig fer kóngulóin að því að spinna vef úr sama límkennda efninu sem hefur bæði sterka og veika viðloðun?

Kóngulóin spinnur tvenns konar límkennt silki.

Hugleiddu þetta: Kóngulóin festir vefinn við vegg, loft eða álíka fleti með því að vefa mjög límkenndan lepp úr silkiþræði sem hefur nægilega sterkt grip til að þola högg þegar bráð flýgur á hann. En vísindamenn við háskólann í Akron í Ohio í Bandaríkjunum hafa komist að því að límkenndu lepparnir, sem kóngulóin festir við jörð, eru allt öðruvísi hannaðir en þeir sem halda efri hluta vefsins. Þeir hafa mun færri snertifleti og losna því auðveldlega frá jörð til að kippa með sér bráð sem gengur í gildruna.

Kóngulóin spinnur tvenns konar límkennt silki.

Samkvæmt frétt frá háskólanum í Akron eru vísindamennirnir, sem uppgötvuðu þetta náttúruundur, „nú þegar að vinna að því að þróa lím sem líkir eftir þessari snilldarlegu aðferð búldukóngulóarinnar“. Vísindamenn vonast til að geta búið til lím sem má bæði nota í venjulegar sáraumbúðir og til að meðhöndla beinbrot.

Hvað heldurðu? Þróaðist hæfileiki búldukóngulóarinnar til að spinna vef með mismikla viðloðun? Eða býr hönnun að baki?