Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ættirðu að trúa þrenningarkenningunni?

Ættirðu að trúa þrenningarkenningunni?

Yfir tveir milljarðar manna játa kristna trú. Flestir þeirra tilheyra kirkjum sem kenna þrenningarkenninguna, en samkvæmt henni mynda faðirinn, sonurinn og heilagur andi einn Guð. En hvernig var þrenningarkenningin tekin upp? Og það sem meira máli skiptir: Er hún kennd í Biblíunni?

RITUN Biblíunnar lauk á fyrstu öld. En rúmlega tveimur öldum síðar var byrjað að móta formlega þær kenningar sem leiddu af sér þrenningarkenninguna. Það var árið 325 á þingi í Níkeu (núna kölluð Iznik) í Asíuhluta Tyrklands. Að sögn alfræðibókarinnar New Catholic Encyclopedia voru kenningar „kristins rétttrúnaðar“ skilgreindar í fyrsta sinn í trúarjátningunni sem er kennd við Níkeuþingið. Þar á meðal er skilgreining á Guði og Kristi. En hvers vegna var talin þörf á að skilgreina eðli Guðs og Jesú tveimur öldum eftir að Biblían var fullgerð? Er hún ekki nógu skýr í þessum efnum?

ER JESÚS GUÐ?

Þegar Konstantínus varð keisari Rómaveldis voru þeir sem játuðu kristna trú ósammála um tengsl Guðs og Krists. Var Jesús Guð eða var hann skapaður af Guði? Til að útkljá málið kallaði Konstantínus kirkjuleiðtogana saman í Níkeu, ekki vegna þess að hann langaði til að komast að trúarlegum sannleika heldur vegna þess að hann vildi ekki að keisaradæmið klofnaði vegna trúarágreinings.

„Við [höfum] ekki nema einn Guð, föðurinn.“ – 1. Korintubréf 8:6.

Konstantínus bað biskupana, sem komu til þingsins, að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Það tókst ekki. Hann lagði þá til við þingið að taka upp þá óljósu hugmynd að Jesús væri „samur föðurnum“ (homoousios). Þetta gríska heimspekihugtak, sem á ekki stoð í Biblíunni, varð grunnurinn að þrenningarkenningunni sem síðar varð hluti af trúarjátningum kirkjunnar. Undir lok fjórðu aldar var þrenningarkenningin í meginatriðum búin að taka á sig núverandi mynd með svokallaðri þriðju persónu guðdómsins, heilögum anda.

SKIPTIR ÞETTA MÁLI FYRIR OKKUR?

Jesús sagði: „Hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í ... sannleika.“ (Jóhannes 4:23) Þennan sannleika er að finna í Biblíunni. (Jóhannes 17:17) Kennir Biblían að faðirinn, sonurinn og heilagur andi séu þrjár persónur í einum Guði?

 Í fyrsta lagi kemur orðið „þrenning“ hvergi fyrir í Biblíunni. Þar að auki sagðist Jesús aldrei vera jafn Guði heldur tilbað hann Guð. (Lúkas 22:41-44) Þriðja vísbendingin um málið tengist sambandi Jesú við fylgjendur sína. Hann kallaði þá ,bræður sína og systur‘ jafnvel eftir að hann var reistur upp sem andavera. (Matteus 28:10) Voru fylgjendur Jesú þá systkin Guðs sjálfs? Auðvitað ekki. En vegna trúar sinnar á Krist, sem var fremstur sona Guðs, urðu þeir einnig börn föðurins. (Galatabréfið 3:26) Berðu saman nokkur önnur biblíuvers við eftirfarandi staðhæfingu úr trúarjátningunni sem er kennd við kirkjuþingið í Níkeu.

Í Níkeujátningunni segir:

„Ég trúi á ... einn Drottin Jesú Krist ... sem er af föðurnum fæddur frá eilífð, Guð af Guði, ljós af ljósi, sannur Guð af Guði sönnum, fæddur, eigi gjörður, samur föðurnum.“

Biblían segir:

^ gr. 17 Í biblíunámsbókinni Hvað kennir Biblían? eru kaflarnir „Hver er sannleikurinn um Guð?“ og „Hver er Jesús Kristur?“ Þú getur nálgast bókina hjá Vottum Jehóva eða lesið hana á Netinu á www.pr418.com.