Hoppa beint í efnið

Myndir frá Bretlandi – 3. hluti (september 2016 til og með febrúar 2017)

Myndir frá Bretlandi – 3. hluti (september 2016 til og með febrúar 2017)

Sjáðu hvernig framkvæmdum hefur miðað áfram við nýja deildarskrifstofu Votta Jehóva í Bretlandi frá september 2016 til og með febrúar 2017.

13. september 2016 – svæði deildarskrifstofunnar

Skurðgrafa mokar jarðvegi upp á malarflutningabíl. Jarðvegurinn var síðan nýttur annars staðar á byggingasvæðinu.

15. september 2016 – bráðabirgða-aðstaða

Starfsfólk rafmagnsdeildarinnar festir tölvuleiðslur. Þessi bygging verður notuð sem bráðabirgðaskrifstofa og matsalur á meðan verið er að reisa nýju deildarskrifsofunna í næsta nágrenni.

19. september 2016 – svæði deildarskrifstofunnar

Loftmynd sem sýnir hvar væntanlegt hringtorg verður og vegurinn að deildarskrifstofunni. Vinstra megin við hringtorgið er verið að gera garð og tjörn ásamt útsýnissvæði fyrir íbúa svæðisins og gesti.

3. nóvember 2016 – svæði deildarskrifstofunnar

Steinsteypa af byggingalóðinni er mulin og endurnýtt til að leggja vegi á athafnasvæðinu.

4. nóvember 2016 – svæði deildarskrifstofunnar

Fremst á myndinni eru starfsmenn að leggja bæði bráðabirgða og varanlega vegi. Þeir leggja hvítan jarðvegsdúk úr gegndræpu náttúrulegu efni sem undirlag. Í bakgrunninum hægra megin er valtari að þétta undirlagið undir jarðvegsdúkinn.

5. nóvember 2016 – svæðisfundur vegna flutnings deildarskrifstofunnar

Sjálfboðaliðar afla upplýsinga á einum af 18 svæðisfundum sem bygginganefndin stóð fyrir víðsvegar í Bretlandi og á Írlandi. Rúmlega 15.000 vottar sóttu þessa fundi og margir þeirra buðust til að taka þátt í verkefninu.

28. nóvember 2016 – svæði deildarskrifstofunnar

Garðyrkjumenn setja trjákurl í kringum nýgróðursettan silkivíði. Þetta er eitt af rúmlega 700 trjám sem eru gróðursett á svæðinu. Tjörnin er hönnuð til að draga úr flóðum eftir mikil vatnsveður, safna regnvatni og hafa stjórn á hvenær vatninu er hleypt út.

5. desember 2016 – svæði deildarskrifstofunnar

Jarðvinnan er búin að vera í fullum gangi og þennan þokudag er hún komin á lokastig. Verktakar hafa allt í allt flutt um 160.000 rúmmetra af efni – nóg til að fylla 10.000 svona malarflutningabíla.

6. desember 2016 – svæði deildarskrifstofunnar

Garðyrkjuteymið undirbýr jarðveginn fyrir gróðursetningu limgerðis í kringum garð með upprunalegum gróðri svæðisins. Ellefu upprunalegar trjátegundir hafa verið gróðursettar í garðinum og nágrenni hans og sextán plöntutegundir.

19. desember 2016 – íbúðarhúsnæði

Vinstra megin borar jarðvegsbor holu fyrir undirstöður. Fyrst er borað í jörðina með holum jarðvegsbor. Síðan er steypunni dælt ofan í rörið þegar borinn er dreginn upp. Loks setja verktakarnir stálbindingu í nýju steypuna, eins og sést á miðri myndinni, til að ljúka við undirstöðurnar. Rúmlega 360 grundunarstaurar hafa verið steyptir í undirstöður íbúðarbygginganna.

29. desember 2016 – svæði deildarskrifstofunnar

Pípulagningamaður tengir vatnsrör í bráðabirgða-skrifstofuhúsnæðinu einn frostkaldan morgun.

16. janúar 2017 – svæði deildarskrifstofunnar

Skurðgrafa fjarlægir uppsafnaða botnleðju og rusl úr tjörn við jaðar byggingarlóðarinnar. Nokkrar svona tjarnir voru í lélegu ástandi og þörfnuðust lagfæringar. Þegar bakkar tjarnanna eru styrktir má koma í veg fyrir landrof og draga úr flóðahættu. Rúmlega 2.500 fiskar voru fluttir varlega í aðrar tjarnir á lóðinni áður en lagfæringarnar hófust.

17. janúar 2017 – íbúðarhúsnæði

Loftmynd af svæðinu úr austri. Fremst sést að byrjað er að leggja grunn að tveimur íbúðarbyggingum. Neðst til hægri sést ofan á grundunarstaurana. Neðst vinstra megin er búið að steypa hattana á grundunarstaurana og í miðjunni er jarðvegsbor að bora fyrir grundunarstaurum.

23. janúar 2017 – bráðabirgða-aðstaða

Starfsmaður í frágangsteyminu er að kítta hurðakarma á gestastofunni áður en málað er. Hér munu gestir geta skoðað yfirlitssýningu framkvæmdanna og fylgst með frá útsýnispalli hvernig verkið gengur.

14. febrúar 2017 – íbúðarhúsnæði

Kransinn sem byggingakraninn snýst á settur á sinn stað. Þessi 40 metra hái krani getur lyft allt að 16 tonnum.

15. febrúar 2017 – íbúðarhúsnæði

Steyptu grundunarstaurarnir sem standa upp úr eru sagaðir í rétta hæð. Steypustyrktarjárnið sem stendur upp úr hverjum staur er svo fest við hattinn þegar steypunni er dælt í hann.

17. febrúar 2017 – svæði deildarskrifstofunnar

Rafvirkjar festa annað tveggja JW.ORG skilta á steinklæddan vegg við innkeyrsluna að deildarskrifstofunni.

17. febrúar 2017 – svæði deildarskrifstofunnar

Loftmynd af fullfrágengnu hringtorgi við fjölfarna götu hjá innkeyrslunni. Efst til vinstri má sjá nýuppsettu JW.ORG skiltin sem auglýsa deildarskrifstofuna. Þegar búið verður að ganga frá tjörninni og garðinum með upprunalegu gróðurtegundunum verður aðkoman aðlaðandi.

24. febrúar 2017 – íbúðarhúsnæði

Byggingakraninn getur náð yfir 65 metra radíus. Á því svæði verða fjórar af fimm íbúðarbyggingunum. Fremst á myndinni má sjá verktaka dæla steypu fyrir gólf í bílakjallara einnar byggingarinnar. Steypustyrktarstál hefur verið lagt og allt gert tilbúið fyrir grundunarstaura og burðarveggi byggingarinnar.