Hoppa beint í efnið

Hver stofnaði söfnuð Votta Jehóva?

Hver stofnaði söfnuð Votta Jehóva?

 Söfnuður Votta Jehóva í núverandi mynd varð til seint á 19. öld. Lítill hópur biblíunemenda, sem bjuggu í nágrenni Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, byrjaði þá að skoða Biblíuna kerfisbundið. Þeir báru saman kenningar kirkjufélaga og það sem kemur skýrt fram í Biblíunni sjálfri. Þeir tóku að birta niðurstöður sínar í bókum, dagblöðum og tímaritinu sem nú kallast Varðturninn – kunngerir ríki Jehóva.

 Meðal þessara biblíunemenda var maður að nafni Charles Taze Russell. Þótt hann hafi tekið forystu í biblíufræðslunni á þeim tíma og verið fyrsti ritstjóri Varðturnsins var hann ekki að stofna nýja trú. Markmið hans og hinna biblíunemendanna, eins og hópurinn var kallaður, var að útbreiða kenningar Jesú Krists og fylgja fyrirmynd kristna safnaðarins á fyrstu öldinni. Þar sem Jesús er stofnandi kristninnar lítum við á hann sem stofnanda safnaðarins. – Kólossubréfið 1:18-20.