Hoppa beint í efnið

Hvers vegna tala vottar Jehóva við fólk sem hefur áður sagt að það hafi ekki áhuga?

Hvers vegna tala vottar Jehóva við fólk sem hefur áður sagt að það hafi ekki áhuga?

 Kærleikur til Guðs og náungans knýr votta Jehóva til að segja öllum frá fagnaðarerindi Biblíunnar, líka þeim sem hafa áður sagt að þeir hafi ekki áhuga. (Matteus 22:37-39) Kærleikur okkar til Guðs fær okkur til að hlýða boði sonar hans að „prédika fyrir alþjóð“. (Postulasagan 10:42; 1. Jóhannesarbréf 5:3) Til að gera þetta færum við fólki boðskap Guðs oftar en einu sinni, rétt eins og spámenn Guðs gerðu til forna. (Jeremía 25:4) Okkur þykir vænt um nágranna okkar og reynum því að segja öllum frá fagnaðarerindinu um ríkið sem getur bjargað mannslífum, þar á meðal þeim sem höfðu ekki áhuga í fyrstu. – Matteus 24:14.

 Við finnum gjarnan áhuga þegar við förum aftur þangað sem enginn áhugi var áður. Fyrir því geta verið þrjár ástæður:

  •   Fólk flytur.

  •   Aðrir á heimilinu sýna boðskap okkar áhuga.

  •   Fólk breytist. Heimsviðburðir eða persónulegar aðstæður verða til þess að fólk áttar sig á því að ,maðurinn lifir eigi á einu saman brauði‘ og það fær áhuga á boðskap Biblíunnar. (Matteus 5:3) Jafnvel þeir sem eru á móti geta breytt um afstöðu eins og Páll postuli. – 1. Tímóteusarbréf 1:13.

 Við þröngvum samt ekki boðskap okkar upp á nokkurn mann. (1. Pétursbréf 3:15, 16) Við lítum svo á að hver og einn þurfi að taka eigin ákvörðun í sambandi við tilbeiðslu. – 5. Mósebók 30:19, 20.