Hoppa beint í efnið

Hvað segir Biblían um hefnd?

Hvað segir Biblían um hefnd?

Svar Biblíunnar

 Jafnvel þótt manni geti fundist réttlætanlegt að koma fram hefndum stríðir það gegn leiðbeiningum Biblíunnar. Hún segir: „Segðu ekki: ‚Ég ætla að gera honum það sama og hann gerði mér, hann fær að gjalda fyrir það sem hann gerði.‘“ (Orðskviðirnir 24:29, neðanmálsgrein.) Í Biblíunni er að finna ráð sem hafa hjálpað mörgum að sigrast á lönguninni að ná fram hefndum.

Í þessari grein

 Hvað er rangt við að koma fram hefndum?

 Ef einhver hefur móðgað þig eða skaðað er eðlilegt að verða reiður og langa til að honum verði refsað fyrir það sem hann gerði. Það er samt ekki í samræmi við það sem Biblían segir að hefna sín. Hvernig má það vera?

 Það er á móti vilja Guðs þegar menn hefna sín. Í Biblíunni segir Jehóva a Guð: „Mín er hefndin, ég mun endurgjalda.“ (Rómverjabréfið 12:19) Biblían hvetur þá sem hafa orðið fyrir óréttlæti að leysa málin á friðsaman hátt þegar það er mögulegt í stað þess að hefna sín. (Rómverjabréfið 12:18) En hvað ef það hefur verið fullreynt að leysa málin á friðsaman hátt eða engin slík leið finnst? Biblían hvetur okkur til að treysta því að Jehóva leiðrétti allt ranglæti. – Sálmur 42:10, 11.

 Hvernig sér Guð til þess að fólki sé refsað?

 Eins og er veitir Guð stjórnvöldum manna heimild til að refsa. (Rómverjabréfið 13:1–4) Það kemur síðan að því að hann dregur alla til ábyrgðar sem hafa gerst sekir um grimmd og tryggir að enginn þjáist framar. – Jesaja 11:4.

 Hvernig get ég sigrast á lönguninni að ná fram hefndum?

  •   Forðastu að gera eitthvað í reiði. (Orðskviðirnir 17:27) Fólk sem lætur undan reiðinni gerir gjarnan það sem það sér síðar eftir. En þeir sem taka sér tíma til að hugsa áður en þeir bregðast við eru líklegri til að taka góðar ákvarðanir. – Orðskviðirnir 29:11.

  •   Reyndu að koma auga á staðreyndir málsins. (Orðskviðirnir 18:13) Sá sem er órétti beittur gerir vel að spyrja sig: „Er eitthvað sem ég veit ekki um sem gæti skýrt hvers vegna sá sem móðgaði mig hagaði sér þannig? Er hann undir álagi? Eða vissi hann ekki hvað hann var að gera?“ Stundum gæti það sem virðist móðgun að yfirlögðu ráði einfaldlega verið mannleg mistök.

 Ranghugmyndir um hefnd

 Ranghugmynd: Biblían gefur leyfi fyrir hefnd þegar hún segir „auga fyrir auga“. – 3. Mósebók 24:20.

 Staðreynd: Lögin um „auga fyrir auga“ hjá Ísraelsmönnum til forna öftruðu því að menn hefndu sín. Þau hjálpuðu dómurum venjulega að refsa þeim sem gerðu rangt á viðeigandi hátt. b5. Mósebók 19:15–21.

 Ranghugmynd: Fyrst Biblían leyfir ekki að við hefnum okkar getum við ekki varið okkur þegar á okkur er ráðist.

 Staðreynd: Ef ráðist er á mann hefur hann rétt til að verja sig eða leita hjálpar yfirvalda. En Biblían segir að við ættum að forðast ofbeldisfull átök eins og mögulegt er. – Orðskviðirnir 17:14.

a Jehóva er nafn Guðs eins og kemur fram í Biblíunni.

b Sjá greinina „Hvað merkir ‚auga fyrir auga‘?“ til að fá frekari upplýsingar.