Hoppa beint í efnið

Hvað segir Biblían um blóðgjöf?

Hvað segir Biblían um blóðgjöf?

Svar Biblíunnar

Við fáum þau fyrirmæli í Biblíunni að neyta ekki blóðs. Við ættum því ekki að þiggja heilblóð eða blóðhluta í neinu formi, hvort sem um mat er að ræða eða blóðgjöf, samanber eftirfarandi ritningarstaði:

  • 1. Mósebók 9:4. Guð leyfði Nóa og fjölskyldu hans að borða kjöt af dýrum eftir flóðið en með þeim fyrirmælum að þau mættu ekki neyta blóðsins. Guð sagði við Nóa: „En kjöts sem líf er enn í, það er blóðið, skuluð þið ekki neyta.“ Upp frá því hefur þetta bann verið í gildi fyrir allt mannkynið því að allir eru afkomendur Nóa.

  • 3. Mósebók 17:14. „Þið skuluð ekki neyta blóðsins í neinu kjöti því að blóðið er lífið í öllu holdi. Sá sem neytir þess skal upprættur.“ Guð leit svo á að lífið væri í blóðinu og tilheyrði honum. Þótt þessi fyrirmæli hefðu aðeins verið gefin Ísraelsþjóðinni sýna þau hve alvarlega hann tók lögin um að neyta ekki blóðs.

  • Postulasagan 15:20. „Þeir haldi sig frá ... blóði.“ Guð gaf kristnum mönnum sömu fyrirmæli og Nóa. Sagan sýnir að frumkristnir menn neituðu að borða heilblóð og neituðu meira að segja að nota blóð í lækningaskyni.

Hvers vegna segir Guð okkur að halda okkur frá blóði?

Það eru traustar læknisfræðilegar ástæður fyrir því að þiggja ekki blóðgjafir. En það sem mestu máli skiptir er að Guð hefur sagt okkur að halda okkur frá blóði vegna þess að það táknar lífið sem er heilagt í augum hans. – 3. Mósebók 17:11; Kólossubréfið 1:20.