Hoppa beint í efnið

Hvað segir Biblían um óvígða sambúð?

Hvað segir Biblían um óvígða sambúð?

Svar Biblíunnar

 Biblían segir að vilji Guðs sé að fólk haldi sig frá „kynferðislegu siðleysi“. (1. Þessaloníkubréf 4:3) Í Biblíunni nær orðasambandið „kynferðislegt siðleysi“ yfir framhjáhald, kynhegðun samkynhneigðra og kynmök karls og konu sem eru ekki gift hvort öðru.

 Hvers vegna skiptir það Guð máli hvort par giftist eða ekki?

  •   Hjónabandið er ráðstöfun Guðs. Hann stofnaði það þegar hann leiddi saman fyrsta manninn og fyrstu konuna. (1. Mósebók 2:22–24) Hann ætlaðist ekki til að maður og kona byggju saman án þess að skuldbinda sig í hjónaband.

  •   Guð veit hvað er mönnunum fyrir bestu. Hann stofnaði hjónabandið með það fyrir augum að það yrði varanlegt samband karls og konu sem myndi vera allri fjölskyldunni til góðs og veita henni vernd. Tökum einfalt dæmi. Leiðbeiningar frá framleiðanda segja til um hvernig setja eigi húsgagn rétt saman. Á svipaðan hátt segja lög Guðs hvernig hægt sé að eiga hamingjuríkt fjölskyldulíf. Það er alltaf til góðs að fylgja lögum Guðs. – Jesaja 48:17, 18.

    Leiðbeiningar frá framleiðanda sýna hvernig eigi að setja saman húsgagn. Leiðbeiningar Guðs segja okkur hvernig hægt sé að eiga farsælt fjölskyldulíf.

  •   Kynlíf utan hjónabands getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það getur til dæmis valdið ótímabærri þungun, kynsjúkdómum og tilfinningalegu uppnámi.

  •   Guð gerði körlum og konum kleift að eignast börn með því að hafa kynmök. Í augum Guðs er lífið heilagt og það er dásamleg gjöf að geta eignast börn. Guð vill að við meðhöndlum þá gjöf af virðingu með því að halda í heiðri þeirri ráðstöfun sem hjónabandið er. – Hebreabréfið 13:4.

 Hvað um að búa saman fyrir hjónaband til að gá hvort sambúðin gangi upp?

 Gott hjónaband ræðst ekki af „undirbúningstímabili“ þar sem hægt er að ganga burt hvenær sem er. Samband þrífst hins vegar þegar par er skuldbundið hvort öðru og vinnur saman að því að leysa vandamál. a Hjónaband styrkir skuldbindingu pars. – Matteus 19:6.

 Hvernig geta hjón byggt upp sterkt hjónaband?

 Ekkert hjónaband er fullkomið. En hjón geta átt farsælt hjónaband með því að fylgja ráðum Biblíunnar. Hér eru nokkur dæmi um ráð hennar:

a Sjá greinina „Farsælar fjölskyldur – skuldbinding“, í Vaknið! nr. 2 2018.