Hoppa beint í efnið

Kynning á bókum Biblíunnar

Þessi stuttu myndskeið veita dýrmætar upplýsingar um bakgrunn og efni bóka Biblíunnar. Notaðu myndskeiðin til að fá meira út úr námi þínu og lestri í Biblíunni.

Kynning á Biblíunni

Sjáðu hvernig hver biblíubók styður heildarstef Biblíunnar: Að hreinsa nafn Jehóva fyrir milligöngu Guðsríkis í höndum einkasonar hans, Jesú Krists.

Kynning á 1. Mósebók

Fyrsta Mósebók gefur okkur mikilvægar upplýsingar um upphaf mannkynssögunnar og upphaf þjáninga og dauða.

Kynning á 2. Mósebók

Guð frelsaði Ísraelsmenn úr þrælkun í Egyptalandi og gerði þá að þjóð sem var helguð honum.

Kynning á 3. Mósebók

Sjáðu hvernig 3. Mósebók útskýrir hvað það þýðir að vera heilög í augum Guðs og hvers vegna það er svo mikilvægt.

Kynning á 4. Mósebók

Sjáðu hvað það er þýðingamikið að hlýða Jehóva og sýna þeim virðingu sem hafa verið útnefndir til að taka forystuna meðal þjóna hans.

Kynning á 5. Mósebók

Sjáðu hvernig lögmálið sem Jehóva gaf Ísraelsþjóðinni endurspeglar kærleika hans.

Kynning á Jósúabók

Sjáðu hvernig Ísraelsþjóðin sigrar landið sem Guð gaf henni og skiptir því niður.

Kynning á Dómarabókinni

Þessi áhrifamikla bók er nefnd eftir þeim hugrökku og trúföstu mönnum sem Guð notaði til að frelsa Ísraelþjóðina undan kúgun.

Kynning á Rutarbók

Rutarbók fjallar um fórnfúsan kærleika sem ung ekkja sýndi tengdamóður sinni og hvernig Jehóva launaði þeim báðum.

Kynning á 1. Samúelsbók

Sjáðu hvernig konungar fara að ríkja í Ísrael í framhaldi af dómaratímabilinu.

Kynning á 2. Samúelsbók

Sjáðu hvernig trú og hógværð Davíðs leiddi til þess að hann er einn af ástsælustu og þekktustu persónum Biblíunnar.

Kynning á 1. Konungabók

Kynntu þér sögu Ísraels allt frá velsældartímum undir stjórn Salómons konungs til ófriðartíma eftir að Ísrael klofnaði í tvö ríki, Júda og Ísrael.

Kynning á 2. Konungabók

Sjáðu hvernig fráhvarf orsakar hnignun norðurríkisins Ísraels en Jehóva blessar þá fáu sem þjóna honum af öllu hjarta.

Kynning á 1. Kroníkubók

Skoðaðu ættartölu Davíðs konungs og viðburðaríkt líf hans frá því að hann varð konungur Ísraels til dauðadags.

Kynning á 2. Kroníkubók

Sjáðu hvernig þessi frásaga af konungum Júda sýnir hvað það er mikilvægt að vera Guði trúr.

Kynning á Esrabók

Jehóva stendur við loforð sitt að frelsa fólk sitt úr útlegð í Babýlon og endurreisa sanna tilbeiðslu í Jerúsalem.

Kynning á Nehemíabók

Biblíubók Nehemía veitir verðmæta kennslu fyrir trúa tilbiðjendur Guðs nú á tímum.

Kynning á Esterarbók

Spennandi atburðir á dögum Esterar munu styrkja trú þína á getu Jehóva Guðs til að frelsa fólk sitt úr prófraunum nú á dögum.

Kynning á Jobsbók

Allir sem elska Jehóva eru reyndir. Frásagan af Job fullvissar okkur um að við getum verið ráðvönd og stutt drottinvald Jehóva.

Kynning á Sálmunum

Sálmarnir styðja drottinvald Jehóva, hjálpa og hugga þá sem elska hann og sýna hvernig ríki Messíasar á eftir að breyta heiminum.

Kynning á Orðskviðunum

Fáðu leiðbeiningar frá Guði á nánast öllum sviðum daglegs lífs – allt frá viðskiptum til fjölskyldulífs.

Kynning á Prédikaranum

Salómon konungur leggur áherslu á það sem skiptir mestu máli í lífinu og ber það saman við það sem stangast á við visku Guðs.

Kynning á Ljóðaljóðunum

Ósvikinni ást Súlammít á fjárhirðinum er líkt við loga Drottins. Hvers vegna?

Kynning á Jesaja

Jesaja er bók óskeikulla spádóma sem geta styrkt traust þitt á Jehóva sem stendur við loforð sín og er Guð hjálpræðis okkar.

Kynning á Jeremía

Jeremía sá trúfastlega um verkefni sitt þrátt fyrir erfiðleika. Hugleiddu hvaða þýðingu fordæmi hans getur haft fyrir kristna menn nú á dögum.

Kynning á Harmljóðunum

Jeremía spámaður orti Harmljóðin til að tjá sorg vegna eyðingar Jerúsalem og sýna hvernig iðrun leiðir til miskunnar Guðs.

Kynning á Esekíel

Esekíel gerði allt sem Guð bað hann um, óháð því hvað verkefnin voru erfið. Hann er okkur ómetanleg fyrirmynd.

Kynning á Daníelsbók

Daníel og félagar hans voru trúfastir Jehóva undir öllum kringumstæðum. Fordæmi þeirra ásamt uppfyllingu spádóma getur gagnast okkur sem lifum á tímum endalokanna.

Kynning á Hósea

Spádómur Hósea leggur áherslu á miskunn Guðs gagnvart syndurum sem sýna iðrun og hvernig tilbeiðslu hann fer fram á.

Kynning á Jóel

Jóel spáði fyrir um hinn komandi „dag Jehóva“ og benti á hvað þyrfti til að bjargast. Spádómur hans er enn þýðingarmeiri núna.

Kynning á Amosi

Jehóva fékk þennan auðmjúka mann til að sinna mikilvægu verkefni. Hvaða dýrmæta lærdóm getum við dregið af fordæmi Amosar?

Kynning á Óbadía

Þetta er stysta bókin í Hebresku ritningunum. Spádómurinn gefur von og lofar að konungsríki Jehóva hrósi sigri að eilífu.

Kynning á Jónasi

Spámaðurinn tók leiðréttingu, leysti verkefni sitt af hendi og var kennt hvernig Guð sýnir tryggan kærleik og miskunn. Frásaga hans á eftir að snerta þig djúpt.

Kynning á Míka

Þessi spádómur sem er innblásinn af Guði getur hjálpað okkur að treysta því að Jehóva geri aðeins sanngjarnar kröfur til okkar sem eru okkur til góðs.

Kynning á Nahúm

Spádómurinn styrkir traust okkar á að Jehóva uppfylli alltaf orð sitt og að hann huggi alla sem leita friðar og frelsunar undir stjórn ríkis hans.

Kynning á Habakkuk

Við getum treyst því að Jehóva viti alltaf hvenær sé réttur tími til að bjarga fólki hans.

Kynning á Sefanía

Hvers vegna ættum við að varast að hugsa sem svo að dómsdagur Jehóva komi ekki?

Kynning á Haggaí

Spádómurinn sýnir að tilbeiðslan á Jehóva þarf að koma á undan eigin hugðarefnum.

Kynning á Sakaría

Fjöldi innblásinna sýna og spádóma styrktu fólk Guðs til forna. Þessir spádómar sýna að Jehóva styður þjóna sína enn þann dag í dag.

Kynning á Malakí

Spádómur um óhagganlegar meginreglur Jehóva, miskunn og kærleika. Við getum dregið mikilvægan lærdóm sem passar við aðstæður nú á dögum.

Kynning á Matteusarguðspjalli

Lærðu um Matteusarguðspjall, fyrsta guðspjallið af fjórum.

Kynning á Markúsarguðspjalli

Markúsarguðspjall er styst af guðspjöllunum. Frásaga Markúsar veitir innsýn í framtíðina þegar Jesús ríkir sem konungur í Guðsríki.

Kynning á Lúkasarguðspjalli

Hvaða upplýsingar eru í Lúkasarguðspjalli sem eru ekki í hinum guðspjöllunum?

Kynning á Jóhannesarguðspjalli

Frásaga Jóhannesar leggur áherslu á kærleika Jesú til manna, fordæmi hans í auðmýkt, og það sem auðkenndi hann sem Messías, framtíðarkonung Guðsríkis.

Kynning á Postulasögunni

Frumkristnir unnu kappsamlega að því að gera menn af öllum þjóðum að lærisveinum. Postulasagan í Biblíunni getur aukið eldmóð þinn og kapp í boðuninni.

Kynning á Rómverjabréfinu

Innblásnar leiðbeiningar sem sýna að Jehóva fer ekki í manngreinarálit og hversu mikilvægt er að trúa á Jesú Krist.

Kynning á 1. Korintubréfi

Bréf Páls hefur að geyma innblásin ráð varðandi einingu, siðferðilegan hreinleika, kærleika og trú á upprisuna.

Kynning á 2. Korintubréfi

Jehóva „Guð allrar huggunar“ styrkir og styður þjóna sína.

Kynning á Galatabréfinu

Bréf Páls til Galatamanna á jafn vel við núna eins og þegar það var skrifað. Það getur hjálpað öllum sannkristnum mönnum að vera trúfastir.

Kynning á Efesusbréfinu

Þetta innblásna bréf undirstrikar tilgang Guðs að koma á friði og einingu fyrir milligöngu Jesú Krists.

Kynning á Filippíbréfinu

Þegar við erum staðföst í erfiðleikum getur það hvatt aðra til að standa stöðugir.

Kynning á Kólossubréfinu

Við gleðjum Jehóva þegar við förum eftir því sem við lærum, fyrirgefum hvert öðru fúslega og viðurkennum stöðu og vald Jesú.

Kynning á 1. Þessaloníkubréfi

Við þurfum að vera vakandi í trúnni, sannreyna allt, biðja stöðuglega og hvetja hvert annað.

Kynning á 2. Þessaloníkubréfi

Páll leiðréttir ranghugmyndir um komu dags Jehóva og hvetur bræður og systur til að vera staðföst í trúnni.

Kynning á 1. Tímóteusarbréfi

Páll skrifaði 1. Tímóteusarbréf til að útskýra vinnureglur í söfnuðinum og vara við falskenningum og ást á peningum.

Kynning á 2. Tímóteusarbréfi

Páll hvetur Tímóteus til að gera þjónustu sinni góð skil.

Kynning á Títusarbréfinu

Bréf Páls postula til Títusar fjallar um vandamál í söfnuðunum á Krít og útlistar þær hæfniskröfur sem gerðar eru til öldunga.

Kynning á Fílemonsbréfinu

Þetta stutta en áhrifamikla bréf hefur að geyma gagnleg ráð um auðmýkt, góðvild og fyrirgefningu.

Kynning á Hebreabréfinu

Kristin tilbeiðsla er byggð á því sem er langtum merkilegra en sýnileg musteri og dýrafórnir.

Kynning á Jakobsbréfinu

Jakob kennir mikilvægar kristnar meginreglur á myndrænan hátt.

Kynning á 1. Pétursbréfi

Fyrra bréf Péturs hvetur okkur til verka og til að varpa öllum áhyggjum okkar á Guð.

Kynning á 2. Pétursbréfi

Í síðara bréfi Péturs erum við hvött til að vera trúföst á meðan við bíðum eftir nýjum himnum og nýrri jörð.

Kynning á 1. Jóhannesarbréfi

Bréf Jóhannesar varar okkur við andkristum og hjálpar okkur að sjá hvað við ættum að elska og hvað við ættum ekki að elska.

Kynning á 2. Jóhannesarbréfi

Annað Jóhannesarbréf minnir okkur á að ganga á vegi sannleikans og vera á verði gagnvart svikurum.

Kynning á 3. Jóhannesarbréfi

Þriðja Jóhannesarbréf hvetur kristna menn hlýlega til að sýna gestrisni.

Kynning á Júdasarbréfinu

Júdas afhjúpar undirförula menn sem reyna að blekkja kristna menn og spilla þeim.

Kynning á Opinberunarbókinni

Stórbrotnar sýnir Opinberunarbókarinnar lýsa því hvernig ríki Guðs mun koma vilja Guðs til leiðar með mannkynið og jörðina.

Þú gætir líka haft áhuga á

BÆKUR OG BÆKLINGAR

Biblían – hver er boðskapur hennar?

Hvert er inntak Biblíunnar?