Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Líkamleg heilsa

Líkamleg heilsa

Biblían er ekki kennslubók í læknisfræði. Hún gefur samt sem áður góð ráð sem geta hjálpað okkur að lifa heilsusamlegu lífi. Skoðum nokkrar meginreglur Biblíunnar sem stuðla að bættri líkamlegri heilsu.

HUGSAÐU VEL UM LÍKAMANN

MEGINREGLA: „Enginn hefur nokkurn tíma hatað eigin líkama heldur nærir hann líkamann og annast.“ – Efesusbréfið 5:29.

HVAÐ FELUR ÞAÐ Í SÉR? Þessi meginregla Biblíunnar hvetur okkur til að leggja okkur fram um að hugsa vel um líkamlega heilsu okkar. Rannsókn nokkur sýnir að mörg heilsuvandamál tengjast því hvernig fólk kýs að haga lífinu. Það getur því bætt heilsuna að taka réttar ákvarðanir.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT:

  • Næring. Sýndu ábyrgð með því að borða hollan mat og drekka nóg af vatni.

  • Hreyfing. Líkamleg hreyfing getur bætt heilsuna óháð aldri, jafnvel þó að þú glímir við fötlun eða langvinn veikindi. Þó að ástvinir þínir og heilbrigðisstarfsmenn geti gefið þér góð ráð koma þau þér ekki að gagni nema þú gerir eitthvað sjálfur.

  • Svefn. Langvarandi svefnleysi eykur hættuna á alvarlegum veikindum. Margir fá ekki nægan svefn vegna þess hvernig ákvarðanir þeir taka. En með því að kjósa að fá nægan svefn kýstu að lifa betra lífi.

FORÐASTU SKAÐLEGAR VENJUR

MEGINREGLA: ,Við skulum hreinsa okkur af öllu sem óhreinkar líkama og huga.‘ – 2. Korintubréf 7:1.

HVAÐ FELUR ÞAÐ Í SÉR? Við gerum sjálfum okkur gott ef við ákveðum að spilla ekki líkamanum með skaðlegum efnum á borð við tóbak, sem er þekkt fyrir að valda sjúkdómum og dauða.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT: Ákveddu hvaða dag þú ætlar að hætta og merktu það inn á dagatalið þitt. Rétt fyrir þann dag skaltu henda sígarettum, öskubökkum, kveikjurum og öðru sem tengist þessum skaðlega ávana. Forðastu staði þar sem fólk notar tóbak. Segðu fjölskyldu þinni og vinum frá ákvörðun þinni svo að þú getir fengið stuðning frá þeim.

FLEIRI MEGINREGLUR BIBLÍUNNAR

Þú getur haft samband við Votta Jehóva þar sem þú býrð til að eignast biblíu.

GÆTTU ÖRYGGIS.

„Þegar þú reisir nýtt hús skaltu gera brjóstrið umhverfis þakið svo að þú bakir húsi þínu ekki blóðsök ef einhver dytti ofan af þakinu.“ – 5. MÓSEBÓK 22:8.

HAFÐU STJÓRN Á SKAPINU.

„Sá sem er seinn til reiði er skynsamur en hinn bráðláti setur heimskuna í hásæti.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 14:29.

FORÐASTU OFÁT.

„Vertu ekki með ... þeim sem háma í sig.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 23:20.