Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrirgefning getur slökkt bál sem deilur kveikja.

FYRIR HJÓN

4: Fyrirgefning

4: Fyrirgefning

HVAÐ FELUR HÚN Í SÉR?

Til að fyrirgefa þurfum við að láta af þeirri reiði og gremju sem einhver hefur valdið okkur. En það þýðir ekki að þú þurfir að gera lítið úr því sem gerðist eða láta sem það hafi aldrei gerst.

MEGINREGLA: „Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum.“ – Kólossubréfið 3:13.

„Þegar maður elskar einhvern lítur maður fram hjá göllunum og einblínir í stað þess á eiginleikana sem viðkomandi leggur sig fram um að sýna.“ – Aaron.

HVERS VEGNA ER FYRIRGEFNING MIKILVÆG?

Ef maður er langrækinn getur það komið niður á manni andlega og líkamlega. Það hefur einnig neikvæð áhrif á hjónabandið.

„Eitt sinn baðst eiginmaður minn fyrirgefningar á einhverju sem hafði sært mig mikið. Mér fannst erfitt að fyrirgefa honum. Þó að ég hafi að lokum fyrirgefið honum sé ég eftir að hafa ekki gert það fyrr. Þetta gerði samband okkar erfitt að óþörfu.“ – Julia.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT

SJÁLFSRANNSÓKN

Næst þegar maki þinn segir eða gerir eitthvað sem særir þig, skaltu spyrja þig:

  • „Er ég kannski of viðkvæmur?“

  • „Er þetta eitthvað sem krefst afsökunarbeiðni eða get ég litið fram hjá þessu?“

RÆDDU VIÐ MAKA ÞINN

  • Hversu langan tíma tekur það okkur að fyrirgefa hvort öðru?

  • Hvað getum við gert til þess að verða fljótari að fyrirgefa?

RÁÐ

  • Ekki saka maka þinn um slæmar hvatir þegar þú móðgast.

  • Reyndu að afsaka hegðun maka þíns og mundu að „öll hrösum við margvíslega“. – Jakobsbréfið 3:2.

„Það er auðvelt að fyrirgefa þegar við gerum bæði mistök en það er erfiðara þegar annar aðilinn virðist eiga alla sökina. Það útheimtir auðmýkt að fyrirgefa þegar maður er beðinn afsökunar.“ – Kimberly.

MEGINREGLA: „Vertu skjótur til sátta.“ – Matteus 5:25.

Ef maður er langrækinn getur það komið niður á manni andlega og líkamlega. Það hefur einnig neikvæð áhrif á hjónabandið.