Prédikarinn 1:1–18

  • Allt er tilgangslaust (1–11)

    • Jörðin stendur að eilífu (4)

    • Hringrásir náttúrunnar (5–7)

    • Ekkert er nýtt undir sólinni (9)

  • Viska mannanna takmörkuð (12–18)

    • Eftirsókn eftir vindi (14)

1  Orð fræðarans,* sonar Davíðs, konungs í Jerúsalem.   „Algerlega tilgangslaust!“* segir fræðarinn,„alveg tilgangslaust! Allt er tilgangslaust!“   Hvaða gagn hefur maðurinn af öllu erfiði sínusem hann stritar við undir sólinni?   Ein kynslóð fer og önnur kemuren jörðin stendur að eilífu.   Sólin rís og sólin sest,síðan hraðar hún sér aftur* til staðarins þar sem hún rís á ný.   Vindurinn blæs til suðurs og snýst svo til norðurs.Hann snýst og snýst í sífellu og heldur áfram að hringsóla.   Allar ár renna í sjóinn en sjórinn fyllist ekki. Þaðan sem árnar renna, þangað snúa þær aftur til að renna á ný.   Allt er lýjandi,enginn megnar að lýsa því. Augað sér en fær aldrei nóg,eyrað heyrir en seðst aldrei.   Það sem hefur verið verður áframog það sem hefur gerst gerist aftur.Ekkert er nýtt undir sólinni. 10  Er nokkuð til sem sagt verður um: „Sjáið, þetta er nýtt“? Það varð til fyrir löngu,það var til fyrir okkar daga. 11  Enginn man eftir fólki frá fyrri tíðné mun nokkur minnast þeirra sem eiga eftir að koma.Síðari kynslóðir gleyma þeim líka. 12  Ég, fræðarinn, hef verið konungur yfir Ísrael í Jerúsalem. 13  Ég ákvað að beita visku minni til að rannsaka allt sem hefur verið gert undir himninum – þau dapurlegu viðfangsefni sem Guð hefur fengið mönnunum og þeir eru uppteknir af. 14  Ég sá öll þau verk sem unnin eru undir sólinni og hugsaði:Allt er tilgangslaust og eftirsókn eftir vindi. 15  Það sem er bogið getur ekki orðið beintog það sem vantar verður ekki talið. 16  Ég sagði við sjálfan mig: „Ég hef aflað mér mikillar visku, meiri en allir sem voru á undan mér í Jerúsalem, og hjarta mitt hefur öðlast mikla visku og þekkingu.“ 17  Ég ákvað að kynnast viskunni og kynnast vitfirringu og heimsku en það var líka eftirsókn eftir vindi. 18  Mikilli visku fylgja mikil vonbrigðiog sá sem eykur þekkingu sína eykur kvöl sína.

Neðanmáls

Orðrétt „þess sem safnar (kallar) saman“. Eða „prédikarans“.
Eða „Alger hégómi!“
Eða „snýr hún aftur másandi“.